Lífið

Fyrstu myndirnar af konungbornu systkinunum vekja lukku

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Georg Alexander Lúðvík heldur utan um systur sína í myndatökunni í Norfolk.
Georg Alexander Lúðvík heldur utan um systur sína í myndatökunni í Norfolk. Vísir/EPA
Fyrstu myndirnar af nýjustu meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar hafa vakið mikla lukku hjá aðdáendum konungsfjölskyldunnar og raunar líka aðdáendum krúttlegra barna. Prins Georg og prinsessa Karlotta af Cambridge, börn Katrínar Middleton hertogaynju af Cambridge og Vilhjálms prins, virðast fædd í fyrirsætuhlutverkin, Georg smellir meira að segja kossi á enni systur sinnar og brosir sínu blíðasta.

Myndunum má dást að hér að neðan. Þær tók móðir þeirra hertogaynjan sjálf á sveitaheimili hjónanna í Norfolk þar sem fjölskyldan dvelst þegar þau eru ekki á heimili sínu, Kensington höll í London. Katrín er duglegur áhugaljósmyndari.

Karlotta Elísabet Díana er aðeins rétt rúmlega fjögurra vikna gömul í dag en var enn yngri þegar myndirnar voru teknar. Hún verður skírð þann 5.júlí næstkomandi.

Myndanna var beðið með mikilli eftirvæntingu en Kensingtonhöll tilkynnti um birtinguna á Twitter reikningi sínum daginn áður.

Georg prins fæddist sumarið 2013.Vísir/EPA
Allt virðist leika í lyndi hjá konungsfjölskyldunni af myndunum að dæma.Vísir/EPA
Georg setur upp myndavélasvipinn.Vísir/EPA
Systirin virðist ánægð með stóra bróður.Vísir/EPA
Georg passaði vel upp á Karlottu systur sína.Vísir/EPA
Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem mynd birtist af Karlottu litlu en á þessari mynd má sjá Katrínu og Vilhjálm stuttu eftir fæðinguna í maí.Vísir/EPA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×