Erlent

Alexievich hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Svetlana Alexievich. VÍSIR/AFP
Svetlana Alexievich. VÍSIR/AFP Vísir/AFP
Hvítrússnesi rithöfundurinn Svetlana Alexievich hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015.

Sænska Nóbelsnefndin greindi frá þessu í morgun. Alexievich er fjórtánda konan til að hljóta bókmenntaverðlaunin.

Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.

Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels

Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.

Franski rithöfundurinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×