Erlent

Tugir létust í brúðkaupi í Jemen

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að minnsta kosti 4000 óbreyttir borgarar hafa látist í Jemen síðustu mánuði.
Að minnsta kosti 4000 óbreyttir borgarar hafa látist í Jemen síðustu mánuði. vísir/getty
Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið í brúðkaupi í bænum Sanabani í Jemen eftir að loftárásir voru gerðar á bæinn. Þá eru þó nokkrir særðir.

Sanabani er í suðvesturhluta Jemen en svæðinu er stjórnað af Hútí-uppreisnarmönnum. Blóðug átök hafa geisað í Jemen síðustu misseri á milli uppreisnarmannanna og stjórnarhersins í Jemen. Sádi-Arabar fara fyrir loftárásum gegn Hútíum í Jemen en uppreisnarmennirnir stjórna stórum svæðum í landinu.

Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árusunum í dag, samkvæmt frétt CNN, en alls hafa um 4000 óbreyttir borgarar látið lífið í átökum uppreisnarmanna og stjórnvalda í Jemen á árinu.


Tengdar fréttir

Gíslum sleppt úr haldi Húta

Yfirvöld í Jemen segja að um þrjá Bandaríkjamenn, tvo Sáda og einn Breta sé að ræða.

Ár frá falli Sanaa

Uppreisnarmennirnir Hútar ráku forseta Jemen frá völdum og hafa haldið höfuðborginni þrátt fyrir miklar loftárásir Sáda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×