Erlent

Eldgos í Gvatemala

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjallið Fuego fyrr á þessu ári.
Fjallið Fuego fyrr á þessu ári. vísir/epa
Eldgos er hafið í fjallinu Fuego í Gvatemala, einungis fimmtíu kílómetrum frá höfuðborginni. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem fjallið tekur að gjósa, með tilheyrandi gasi og ösku, sem nú nær allt að fimm kílómetra hæð. Þá rennur hraun niður hlíðar fjallsins á tveimur stöðum.

Enn sem komið er, er ekki talin þörf á að rýma nærliggjandi þorp og bæi, né heldur höfuðborgina sjálfa, þar sem rúmlega ein milljón manna býr. Eldfjallafræðingar telja líklegt að aukinn kraftur eigi eftir að færast í gosið en eldfjallið er það virkasta í Mið-Ameríku.

Nú síðast í febrúar þurftu yfir þrjátíu þúsund manns að yfirgefa heimili sín eftir að Fuego byrjaði að gjósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×