Sport

Rússar sætta sig við algjört bann frá keppni í frjálsum íþróttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yelena Isinbayeva fær væntanlega ekki tækifæri til að fagna á ÓL í Ríó.
Yelena Isinbayeva fær væntanlega ekki tækifæri til að fagna á ÓL í Ríó. Vísir/EPA

Bann Rússa frá allri alþjóðlegri keppni í frjálsum íþróttum hefur nú tekið gildi eftir að rússneska frjálsíþróttasambandið ákvað að sætta sig við bannið sem framkvæmdastjórn IAAF hafði gefið út.

Rússarnir áttu möguleika á því að áfrýja banni Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins en ákváðu að gera það ekki.  Telegraph sagði frá þessu í dag.

Rússar voru dæmdir í bannið þegar upp komst um víðtakt lyfjamisferli innan þeirra raða en skýrsla sem var unnin fyrir Alþjóalyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, sýndi fram á stórfellda kerfisbundna lyfjamisnotkun.

Niðurstaða kosningar framkvæmdastjórnar Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, var mjög skýr en 22 af 23 kusu með því að Rússar yrðu dæmdir í bannið.

Það er nú öruggt að Rússar verða ekki með á HM innanhúss í Portland á næsta ári en þeir lifa enn í voninni að vera komnir með keppnisrétt fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. Hvort að því verði á eftir að koma í ljós.


Tengdar fréttir

Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg

Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×