Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Mótmælandi kastar grjóti í áttina að tyrkneska sendiráðinu í Moskvu. Nordicphotos/AFP Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira