Segir Landsbankann rassskelltan: "Til hvers eru stjórnendum borguð laun?“ ingvar haraldsson skrifar 19. mars 2015 11:48 "Til hvers eru stjórnendum borguð laun?“, spyr Andri Geir Bjarnason, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans, í ljósi þess að erlendir sérfræðingar hafi verið fengnir til að fara yfir rekstur bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir arðsemi bankans undir væntingum. vísir/gva/daníel „Á aðalfundi í gær var Landsbankinn rækilega rassskelltur og stjórn bankans vakin upp af þyrnirósasvefni sínum,“ segir verkfræðingurinn og fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans Andri Geir Arinbjarnarson um aðalfund Landsbankans sem fram fór í gær. „Ekki stendur steinn yfir steini af hinni margrómuðu stefnu bankans frá 2010. Stefnu sem hefur dregið hagnað af reglulegum rekstri niður í 5-6%, selt eignir í lokuðu ferli og keypt eina dýrustu lóð landsins við Hörpu undir nýjar aðalstöðvar,“ segir Andri í pistlum sem hann ritar á Eyjunni. Landsbankinn sem er 98 prósent í eigu ríkisins, hagnaðist um tæpa 30 milljarða eftir skatta en 39 milljarða fyrir skatta. Það segir ekki alla söguna því samkvæmt ársreikningi nam virðisrýrnun útlána 20 milljörðum. Þá seldi bankinn alla hluti sína í Valitor Holding hf., Borgun hf., IEI slhf. og 9,9% eignarhlut sinn í Framtakssjóði Íslands slhf á árinu 2014. Því var arðsemi bankans af reglulegri starfsemi hans ekki nema 5 til 6 prósent. Þetta er talsvert undir arðsemi 100 stærstu fyrirtækja á Íslandi árið 2013 en hún var 9 prósent.Arðsemi Landsbankans af reglulegum rekstri var talsvert undir meðalarðsemi stærstu fyrirtækja landsins árið 2013.vísir/vilhelmStaðan slæm skömmu fyrir sölu á hlut ríkisins Andri bendir á að hreinar vaxtatekjur hafi dregist saman um 18 prósent á árinu, launakostnaður hækkað um 10 prósent eða sem svarar til 90.000 króna hækkun á mánuði á hvert stöðugildi. Verkfræðingurinn segir stöðu bankans ekki góða, sérstaklega ekki skömmu áður en ríkið hyggst selja hlut í bankanum. „Því miður hefur Landsbankinn tapað dýrmætum tíma sem samkeppnisaðilar hafa notað vel til að styrkja stöðu sína. Landsbankamenn hafa sofið á verðinum, enda þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þegar hægt er að stóla á 20 milljarða króna árlegan hagnað af uppfærslu lánasafna sem keypt voru á „afslætti“,“ segir Andri. Hann bætir við að slíkur tekjustofn sé ekki sjálfbær og því hljóti menn að spyrja sig hvernig brúa eigi tekjutapið þegar uppfærslu á lánasöfnum lýkur og hagnaður af sölu Borgunar, Valitors, Prómens og annarra eigna þurrkast upp. „Hvernig á þá að fjármagna 10% hækkun á launakostnaði,“ spyr Andri.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir arðsemi bankans ekki vera viðunandi.Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Þá bendir Andri á að á undanförnum mánuðum hafi verið unnið að endurskoðun á stefnu bankans með erlendu ráðgjafarfyrirtæki. „Það eru alltaf veikleikamerki þegar stjórnir viðurkenna að ráða þurfi ráðgjafa við hlið stjórnenda til að finna tækifæri til úrbóta. Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Það er yfirleitt mun ódýrara að ráða stjórnendur með rétta þekkingu og reynslu en að styðjast við ráðgjafa,“ segir Andri. Bankastjórinn segir að auka verði arðsemi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir í skýrslu stjórnar bankans að auka þurfi arðsemi hans, 5-6 prósent arðsemi af reglulegum rekstri sé of lítið. Bankasýsla ríkisins hafði því sett bankanum það markmið að arðsemi af reglubundnum rekstri verði yfir 10 prósent á næstu fjórum árum. Þetta á að gera með lækkun kostnaðar og aukningu þjónustutekna. Borgunarmálið Tengdar fréttir Segir Arion Banka og Landsbankann hafa tapað á virðisbreytingu lána Hafsteinn Gunnar Hauksson segir hagnað bankanna ekki drifinn áfram af virðisbreytingum lánasafna öfugt við það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram á Alþingi í gær. 19. febrúar 2015 11:00 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Auka þrír milljarðar í arð frá Landsbankanum Ríkið gerði ráð fyrir 21 milljarði í arð frá bankanum en stefnt er á að greiða 24 milljarða. 27. febrúar 2015 10:03 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Á aðalfundi í gær var Landsbankinn rækilega rassskelltur og stjórn bankans vakin upp af þyrnirósasvefni sínum,“ segir verkfræðingurinn og fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans Andri Geir Arinbjarnarson um aðalfund Landsbankans sem fram fór í gær. „Ekki stendur steinn yfir steini af hinni margrómuðu stefnu bankans frá 2010. Stefnu sem hefur dregið hagnað af reglulegum rekstri niður í 5-6%, selt eignir í lokuðu ferli og keypt eina dýrustu lóð landsins við Hörpu undir nýjar aðalstöðvar,“ segir Andri í pistlum sem hann ritar á Eyjunni. Landsbankinn sem er 98 prósent í eigu ríkisins, hagnaðist um tæpa 30 milljarða eftir skatta en 39 milljarða fyrir skatta. Það segir ekki alla söguna því samkvæmt ársreikningi nam virðisrýrnun útlána 20 milljörðum. Þá seldi bankinn alla hluti sína í Valitor Holding hf., Borgun hf., IEI slhf. og 9,9% eignarhlut sinn í Framtakssjóði Íslands slhf á árinu 2014. Því var arðsemi bankans af reglulegri starfsemi hans ekki nema 5 til 6 prósent. Þetta er talsvert undir arðsemi 100 stærstu fyrirtækja á Íslandi árið 2013 en hún var 9 prósent.Arðsemi Landsbankans af reglulegum rekstri var talsvert undir meðalarðsemi stærstu fyrirtækja landsins árið 2013.vísir/vilhelmStaðan slæm skömmu fyrir sölu á hlut ríkisins Andri bendir á að hreinar vaxtatekjur hafi dregist saman um 18 prósent á árinu, launakostnaður hækkað um 10 prósent eða sem svarar til 90.000 króna hækkun á mánuði á hvert stöðugildi. Verkfræðingurinn segir stöðu bankans ekki góða, sérstaklega ekki skömmu áður en ríkið hyggst selja hlut í bankanum. „Því miður hefur Landsbankinn tapað dýrmætum tíma sem samkeppnisaðilar hafa notað vel til að styrkja stöðu sína. Landsbankamenn hafa sofið á verðinum, enda þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þegar hægt er að stóla á 20 milljarða króna árlegan hagnað af uppfærslu lánasafna sem keypt voru á „afslætti“,“ segir Andri. Hann bætir við að slíkur tekjustofn sé ekki sjálfbær og því hljóti menn að spyrja sig hvernig brúa eigi tekjutapið þegar uppfærslu á lánasöfnum lýkur og hagnaður af sölu Borgunar, Valitors, Prómens og annarra eigna þurrkast upp. „Hvernig á þá að fjármagna 10% hækkun á launakostnaði,“ spyr Andri.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir arðsemi bankans ekki vera viðunandi.Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Þá bendir Andri á að á undanförnum mánuðum hafi verið unnið að endurskoðun á stefnu bankans með erlendu ráðgjafarfyrirtæki. „Það eru alltaf veikleikamerki þegar stjórnir viðurkenna að ráða þurfi ráðgjafa við hlið stjórnenda til að finna tækifæri til úrbóta. Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Það er yfirleitt mun ódýrara að ráða stjórnendur með rétta þekkingu og reynslu en að styðjast við ráðgjafa,“ segir Andri. Bankastjórinn segir að auka verði arðsemi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir í skýrslu stjórnar bankans að auka þurfi arðsemi hans, 5-6 prósent arðsemi af reglulegum rekstri sé of lítið. Bankasýsla ríkisins hafði því sett bankanum það markmið að arðsemi af reglubundnum rekstri verði yfir 10 prósent á næstu fjórum árum. Þetta á að gera með lækkun kostnaðar og aukningu þjónustutekna.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Segir Arion Banka og Landsbankann hafa tapað á virðisbreytingu lána Hafsteinn Gunnar Hauksson segir hagnað bankanna ekki drifinn áfram af virðisbreytingum lánasafna öfugt við það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram á Alþingi í gær. 19. febrúar 2015 11:00 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Auka þrír milljarðar í arð frá Landsbankanum Ríkið gerði ráð fyrir 21 milljarði í arð frá bankanum en stefnt er á að greiða 24 milljarða. 27. febrúar 2015 10:03 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Segir Arion Banka og Landsbankann hafa tapað á virðisbreytingu lána Hafsteinn Gunnar Hauksson segir hagnað bankanna ekki drifinn áfram af virðisbreytingum lánasafna öfugt við það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram á Alþingi í gær. 19. febrúar 2015 11:00
Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00
Auka þrír milljarðar í arð frá Landsbankanum Ríkið gerði ráð fyrir 21 milljarði í arð frá bankanum en stefnt er á að greiða 24 milljarða. 27. febrúar 2015 10:03