Menning

Endalaus fjöldi eintaka

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sverrir er sjálfur smásagnahöfundur.
Sverrir er sjálfur smásagnahöfundur. Vísir/anton
Fyrsta tölublað bókmenntatímaritsins Skíðblaðnis er komið út hjá Tunglinu forlagi. Í því eru áður óbirtar smásögur eftir Einar Lövdahl, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur, Magnús Sigurðsson, Ragnar Helga Ólafsson og Sólveigu Johnsen og ritstjóri er Sverrir Norland.

Skíðblaðni er dreift ókeypis til lesenda enda er hann til í óendanlega mörgum eintökum.

Auðvelt er að lesa hann á www.skidbladnir.is og þar er hægt að skilja eftir athugasemdir, læka og deila þeim sögum sem lesendum falla í geð.

Ný hefti munu koma út fjórum sinnum á ári, jafnan undir fullu tungli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.