„Algjörlega fáránlegt“ að föngum hafi verið sleppt til að koma Kaupþingsmönnum fyrir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2015 13:49 Páll Winkel fangelsismálastjóri. vísir/anton brink Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist koma af fjöllum þegar hann var inntur svara um sögusagnir þess efnis að hliðrað hafi verið til á Kvíabryggju til að koma fjórmenningunum úr Al-Thani málinu svokallaða fyrir. Þáttastjórnendur í útvarpsþættinum Harmageddon sögðust í morgun hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að ákveðnum föngum hefði verið sleppt út, áður en afplánun þeirra lauk, til að rýma fyrir þeim Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni. Magnús Guðmundsson hefur ekki hafið afplánun, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Færi frekar sjálfur á Kvíabryggju „Það að einhverjum detti í hug að Fangelsismálastofnun hleypi einhverjum of snemma úr afplánun til að hleypa einhverjum öðrum inn – annarri tegund fanga – það er algjörlega fáránlegt. Við værum bókstaflega að brjóta lög og það ætti þá í rauninni að stinga manni inn fyrir þetta. Það er í rauninni verið að saka mann um lögbrot og ég ætti þá bara sjálfur að skella mér á Kvíabryggju,“ segir Páll í samtali við Vísi. Þá segir hann hugmyndir um að einstakir fangar fái sérmeðferð hjá fangelsismálayfirvöldum ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Ávallt sé unnið eftir ákveðnum verkferlum. „Það koma allir inn í Hegningarhúsið og þar er fyllt inn í excel-skjal hverjir passi inn í hvaða fangelsi út frá brotaferli og hegðun, hvað menn hafa verið oft inni og svo framvegis,“ segir Páll. „Þetta er bara tómt kjaftæði. Sýnir í rauninni hvað þessi umræða er öll súr,“ bætir hann við.Að neðan má heyra umræðuna um málið í Harmageddon í morgun. Tengdar fréttir Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39 Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27 Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Þrír Kaupþingsmenn komnir í opið fangelsi þrátt fyrir langa dóma. 9. apríl 2015 08:58 Kveðst einfaldlega ekki hafa verið spurður Fyrrverandi hæstaréttardómari segir líta út fyrir tilefni til endurupptöku og lögmaður ræddi Al Thani. 9. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist koma af fjöllum þegar hann var inntur svara um sögusagnir þess efnis að hliðrað hafi verið til á Kvíabryggju til að koma fjórmenningunum úr Al-Thani málinu svokallaða fyrir. Þáttastjórnendur í útvarpsþættinum Harmageddon sögðust í morgun hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að ákveðnum föngum hefði verið sleppt út, áður en afplánun þeirra lauk, til að rýma fyrir þeim Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni. Magnús Guðmundsson hefur ekki hafið afplánun, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Færi frekar sjálfur á Kvíabryggju „Það að einhverjum detti í hug að Fangelsismálastofnun hleypi einhverjum of snemma úr afplánun til að hleypa einhverjum öðrum inn – annarri tegund fanga – það er algjörlega fáránlegt. Við værum bókstaflega að brjóta lög og það ætti þá í rauninni að stinga manni inn fyrir þetta. Það er í rauninni verið að saka mann um lögbrot og ég ætti þá bara sjálfur að skella mér á Kvíabryggju,“ segir Páll í samtali við Vísi. Þá segir hann hugmyndir um að einstakir fangar fái sérmeðferð hjá fangelsismálayfirvöldum ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Ávallt sé unnið eftir ákveðnum verkferlum. „Það koma allir inn í Hegningarhúsið og þar er fyllt inn í excel-skjal hverjir passi inn í hvaða fangelsi út frá brotaferli og hegðun, hvað menn hafa verið oft inni og svo framvegis,“ segir Páll. „Þetta er bara tómt kjaftæði. Sýnir í rauninni hvað þessi umræða er öll súr,“ bætir hann við.Að neðan má heyra umræðuna um málið í Harmageddon í morgun.
Tengdar fréttir Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39 Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27 Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Þrír Kaupþingsmenn komnir í opið fangelsi þrátt fyrir langa dóma. 9. apríl 2015 08:58 Kveðst einfaldlega ekki hafa verið spurður Fyrrverandi hæstaréttardómari segir líta út fyrir tilefni til endurupptöku og lögmaður ræddi Al Thani. 9. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04
Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39
Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27
Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00
„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00
Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Þrír Kaupþingsmenn komnir í opið fangelsi þrátt fyrir langa dóma. 9. apríl 2015 08:58
Kveðst einfaldlega ekki hafa verið spurður Fyrrverandi hæstaréttardómari segir líta út fyrir tilefni til endurupptöku og lögmaður ræddi Al Thani. 9. apríl 2015 07:00