Lífið

Miðasala á Þjóðhátíð fer hraðar af stað en fyrri ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ferðum í Herjólf fer fækkandi.
Ferðum í Herjólf fer fækkandi. vísir/stefán
„Miðarnir eru að fara miklu mun hraðar en við bjuggumst við,“ segir Hörður O. Grettisson, meðlimur Þjóðhátíðarnefndar. „Ég var að heyra í þeim hjá Herjólfi og það er orðið uppselt hjá þeim heim á mánudeginum en það er enn hægt að fá miða á mánudeginum hjá okkur.“

Hörður er ekki með nákvæma tölu á því hve margir miðar hafa selst nú þegar en ljóst er að mun fleiri hafi selst heldur en á sama tíma í fyrra. Heimasíðan dalurinn.is, en þar fer forsalan fram, hefur verið hægari en vanalega sökum álags en þó haldist uppi.

„Við byrjuðum núna með sérstaka hátíðarpassa en inn í þeim passa eru ýmis fríðindi. Til að mynda fylgja þar eftirsóttustu ferðirnar í Herjólf á föstudegi og heim aftur á mánudegi.“

Í morgun var tilkynnt um þrjár nýjar hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni. Land og synir og Sóldögg voru fastagestir á árum áður og koma nú fram í Herjólfsdal á nýjan leik. Þriðja hljómsveitin sem bættist við er Maus er þeir hafa aldrei spilað á þjóðhátíð. Áður hafði verið tilkynnt að AmabAdamA, FM Belfast, Júníus Meyvant, Páll Óskar og Ný Dönsk myndu halda stemningunni uppi.

„Hreimur hefur náttúrulega átt nokkur frábær þjóðhátíðarlög í gegnum tíðina og Beggi verið viðloðandi þau. Þetta verður bara gaman,“ segir Hörður.


Tengdar fréttir

AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum

Fyrstu hljómsveitirnar sem staðfest er að spili á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Flestir meðlimir munu sjá sína fyrstu Þjóðhátíð nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×