Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 06:00 Standandi röð var allan daginn fyrir utan Dunkin' Donuts í gær. Vísir/Þórhildur Um tólf þúsund kleinuhringir voru seldir í gær á opnunardegi fyrsta Dunkin‘ Donuts staðarins á Íslandi. Þá seldust rúmlega tvö þúsund drykkjareiningar en samkvæmt Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin‘ á Íslandi er óvanalegt að selt sé svo mikið af drykkjum á opnunardegi. „Við lokum klukkan tíu en það voru sjötíu og eitthvað manns í röðinni þegar ég lokaði þannig að við gerðum eins og er oft reglan hjá Dunkin‘, þá lokuðum við fyrir drykki og samlokusölu en allir sem voru í röðinni fengu að koma inn og kaupa kleinuhringi. Þess vegna vorum við ekki að loka fyrr en þrjátíu til fjörtíu mínútum síðar,“ segir Árni Pétur. Fólk hafði safnast saman í röð fyrir klukkan níu í fyrrakvöld og röðin hélst fram yfir lokun eins og fyrr segir. En komu þessar viðtökur á óvart? „Já kannski aðeins. Við áttum auðvitað von á góðum viðtökum, það hefur verið svo jákvætt viðmót á internetinu, á Facebook og Twitter og svo framvegis. Við áttum von a´því að það yrði mikil stemning fyrir opnuninni en þetta var aðeins meira en ég átti von á.“Kleinuhringir með íslenska fánanum voru í boði hjá Dunkin' Donuts í gær.Vísir/AtliNokkur þúsund kúnnar Hann segir að það sé ljóst að nokkur þúsund hafi komið og keypt sér kleinuhring, samloku eða drykk í gær en var ekki kominn með lokatölu yfir kúnna dagsins. „Við vorum að telja hérna af og til í dag, röðin gekk mjög hratt en það voru á tímabili hérna 200 til 220 manns í röðinni. Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ „Við vonumst eftir því að viðtökurnar verði áfram mjög góðar. Það er mikill spenningur, við finnum það, það er fólk hérna á glugganum á meðan ég tala við þig,“ segir Árni glettinn. „Við vonum að fólk sýni þessu áfram áhuga og eins voru viðtökurnar góðar. Það skiptir kannski öllu máli. Allir þeir sem komu í dag voru rosalega ánægðir með það sem þeir voru að fá hjá okkur. Við höfum ekki fengið neinn sem var ósáttur, hann hefur allavega ekki látið í sér heyra.“Margir Íslendingar beðið lengi Árni hælir starfsfólkinu í hástert. „Þetta er alveg með ólíkindum. Þau voru hér án þess að stoppa, þetta eru semsagt tvær vaktir. Þau varla settust niður allan tímann, rétt tóku smá pásu, fengu sér að borða og voru komin fram aftur. Unnu alveg óaðfinnanlega.“ Hann segir góða stemningu í hópnum. „Þau auðvitað átta sig á því að þetta er svolítið sérstakt að það sé verið að opna alþjóðlega kaffikeðju hérna.“ Fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir, og reyndar nokkrir til viðbótar vegna þess hve mikil stemning var í röðinni, fengu klippikort sem gefur handhafa frían kassa af kleinuhringjum á viku í heilt ár. „Það eru ótrúlega margir sem hafa kynnst þessu vörumerki í Bandaríkjunum. Annaðhvort í námi, sem au pair eða bara búið erlendis. Við erum að heyra frá ótrúlega mörgum, alveg frá ungum krökkum og upp í rígfullorðið fólk. Fullorðið fólk sem er að segja okkur að fyrir þrjátíu, fjörtíu árum hafi það verið í Bandaríkjunum, lært þar eða verið skiptinemi, þá fór það alltaf á Dunkin og hefur verið að vonast til þess í langan tíma að Dunkin myndi einhvern tímann komi til Íslands. Og þetta fólk stóð í röð.“Starfsfólkið var klárt í slaginn.vísir/pjetur Tengdar fréttir Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Um tólf þúsund kleinuhringir voru seldir í gær á opnunardegi fyrsta Dunkin‘ Donuts staðarins á Íslandi. Þá seldust rúmlega tvö þúsund drykkjareiningar en samkvæmt Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin‘ á Íslandi er óvanalegt að selt sé svo mikið af drykkjum á opnunardegi. „Við lokum klukkan tíu en það voru sjötíu og eitthvað manns í röðinni þegar ég lokaði þannig að við gerðum eins og er oft reglan hjá Dunkin‘, þá lokuðum við fyrir drykki og samlokusölu en allir sem voru í röðinni fengu að koma inn og kaupa kleinuhringi. Þess vegna vorum við ekki að loka fyrr en þrjátíu til fjörtíu mínútum síðar,“ segir Árni Pétur. Fólk hafði safnast saman í röð fyrir klukkan níu í fyrrakvöld og röðin hélst fram yfir lokun eins og fyrr segir. En komu þessar viðtökur á óvart? „Já kannski aðeins. Við áttum auðvitað von á góðum viðtökum, það hefur verið svo jákvætt viðmót á internetinu, á Facebook og Twitter og svo framvegis. Við áttum von a´því að það yrði mikil stemning fyrir opnuninni en þetta var aðeins meira en ég átti von á.“Kleinuhringir með íslenska fánanum voru í boði hjá Dunkin' Donuts í gær.Vísir/AtliNokkur þúsund kúnnar Hann segir að það sé ljóst að nokkur þúsund hafi komið og keypt sér kleinuhring, samloku eða drykk í gær en var ekki kominn með lokatölu yfir kúnna dagsins. „Við vorum að telja hérna af og til í dag, röðin gekk mjög hratt en það voru á tímabili hérna 200 til 220 manns í röðinni. Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ „Við vonumst eftir því að viðtökurnar verði áfram mjög góðar. Það er mikill spenningur, við finnum það, það er fólk hérna á glugganum á meðan ég tala við þig,“ segir Árni glettinn. „Við vonum að fólk sýni þessu áfram áhuga og eins voru viðtökurnar góðar. Það skiptir kannski öllu máli. Allir þeir sem komu í dag voru rosalega ánægðir með það sem þeir voru að fá hjá okkur. Við höfum ekki fengið neinn sem var ósáttur, hann hefur allavega ekki látið í sér heyra.“Margir Íslendingar beðið lengi Árni hælir starfsfólkinu í hástert. „Þetta er alveg með ólíkindum. Þau voru hér án þess að stoppa, þetta eru semsagt tvær vaktir. Þau varla settust niður allan tímann, rétt tóku smá pásu, fengu sér að borða og voru komin fram aftur. Unnu alveg óaðfinnanlega.“ Hann segir góða stemningu í hópnum. „Þau auðvitað átta sig á því að þetta er svolítið sérstakt að það sé verið að opna alþjóðlega kaffikeðju hérna.“ Fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir, og reyndar nokkrir til viðbótar vegna þess hve mikil stemning var í röðinni, fengu klippikort sem gefur handhafa frían kassa af kleinuhringjum á viku í heilt ár. „Það eru ótrúlega margir sem hafa kynnst þessu vörumerki í Bandaríkjunum. Annaðhvort í námi, sem au pair eða bara búið erlendis. Við erum að heyra frá ótrúlega mörgum, alveg frá ungum krökkum og upp í rígfullorðið fólk. Fullorðið fólk sem er að segja okkur að fyrir þrjátíu, fjörtíu árum hafi það verið í Bandaríkjunum, lært þar eða verið skiptinemi, þá fór það alltaf á Dunkin og hefur verið að vonast til þess í langan tíma að Dunkin myndi einhvern tímann komi til Íslands. Og þetta fólk stóð í röð.“Starfsfólkið var klárt í slaginn.vísir/pjetur
Tengdar fréttir Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57
Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13