Fjórtán ár síðan að FH vann ekki í fjórum heimaleikjum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2015 16:45 Atli Guðnason. Vísir/Stefán FH-ingar taka á móti Val í kvöld í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en leikurinn fer fram í Kaplakrika. Leikur FH og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. FH-liðið er á toppi Pepsi-deildarinnar á betri markatölu en KR. Gengi FH-liðsins á útivelli er grunnurinn að þessari góðu stöðu en ekki árangur liðsins í Krikanum. FH-ingar hafa nefnilega unnið fjóra útileiki í röð og ekki tapað stigi í Pepsi-deildinni utan Hafnarfjarðar síðan í lok maí. Gengi liðsins á heimavelli þessi í Kaplakrika er hinsvegar að allt öðrum toga í það minnsta eftir fyrsta mánuð tímabilsins. FH-liðið hefur ekki unnið heimaleik í Pepsi-deildinni síðan að Leiknismenn komu í heimsókn á síðasta degi maímánaðar. FH hefur fengið samtals tvö stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum á móti Breiðbliki (1-1), Fylki (2-2) og KR (1-3). FH-liðið hefur aldrei spilað fjóra heimaleiki í röð án þess að fagna sigri síðan að Heimir Guðjónsson tók við liðinu fyrir sumarið 2008. Þetta er aðeins í annað skiptið sem liðið vinnur ekki í þremur heimaleikjum í röð undir hans stjórn. Það eru reyndar liðin fjórtán ár síðan að FH vann ekki í fjórum heimaleikjum í röð en það var sumarið 2001 þegar liðið vann ekki heimaleik frá lok júní til lok ágústmánaðar. Í millitíðinni FH tapaði liðið fyrir ÍA (0-1) og ÍBV (0-1) á heimavelli sínum auk þess að gera jafntefli við Fylki (0-0) og Keflavík (2-2) í Krikanum. Þjálfari FH þetta sumar var Logi Ólafsson en FH-ingar enduðu biðina eftir heimasigri með því að vinna 3-0 sigur á Breiðabliki. Davíð Þór Viðarsson var eini leikmaður FH í dag sem tók þátt í þeim leik en þjálfarinn Heimir Guðjónsson spilaði leikinn.Flestir heimaleikir í röð án sigurs hjá FH á þessari öld: 4 - FH 2001 [2 jafntefli, 2 töp]3 - FH 2015 [2 jafntefli, 1 tap, enn í gangi] 3 - FH 2013 [3 jafntefli] 2 - FH 2009 [2 töp] 2 - FH 2006 [2 jafntefli] 2 - FH 2004 [2 jafntefli] 2 - FH 2004 [2 jafntefli] 2 - FH 2003 [2 töp] 2 - FH 2002 [2 jafntefli] Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira
FH-ingar taka á móti Val í kvöld í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en leikurinn fer fram í Kaplakrika. Leikur FH og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. FH-liðið er á toppi Pepsi-deildarinnar á betri markatölu en KR. Gengi FH-liðsins á útivelli er grunnurinn að þessari góðu stöðu en ekki árangur liðsins í Krikanum. FH-ingar hafa nefnilega unnið fjóra útileiki í röð og ekki tapað stigi í Pepsi-deildinni utan Hafnarfjarðar síðan í lok maí. Gengi liðsins á heimavelli þessi í Kaplakrika er hinsvegar að allt öðrum toga í það minnsta eftir fyrsta mánuð tímabilsins. FH-liðið hefur ekki unnið heimaleik í Pepsi-deildinni síðan að Leiknismenn komu í heimsókn á síðasta degi maímánaðar. FH hefur fengið samtals tvö stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum á móti Breiðbliki (1-1), Fylki (2-2) og KR (1-3). FH-liðið hefur aldrei spilað fjóra heimaleiki í röð án þess að fagna sigri síðan að Heimir Guðjónsson tók við liðinu fyrir sumarið 2008. Þetta er aðeins í annað skiptið sem liðið vinnur ekki í þremur heimaleikjum í röð undir hans stjórn. Það eru reyndar liðin fjórtán ár síðan að FH vann ekki í fjórum heimaleikjum í röð en það var sumarið 2001 þegar liðið vann ekki heimaleik frá lok júní til lok ágústmánaðar. Í millitíðinni FH tapaði liðið fyrir ÍA (0-1) og ÍBV (0-1) á heimavelli sínum auk þess að gera jafntefli við Fylki (0-0) og Keflavík (2-2) í Krikanum. Þjálfari FH þetta sumar var Logi Ólafsson en FH-ingar enduðu biðina eftir heimasigri með því að vinna 3-0 sigur á Breiðabliki. Davíð Þór Viðarsson var eini leikmaður FH í dag sem tók þátt í þeim leik en þjálfarinn Heimir Guðjónsson spilaði leikinn.Flestir heimaleikir í röð án sigurs hjá FH á þessari öld: 4 - FH 2001 [2 jafntefli, 2 töp]3 - FH 2015 [2 jafntefli, 1 tap, enn í gangi] 3 - FH 2013 [3 jafntefli] 2 - FH 2009 [2 töp] 2 - FH 2006 [2 jafntefli] 2 - FH 2004 [2 jafntefli] 2 - FH 2004 [2 jafntefli] 2 - FH 2003 [2 töp] 2 - FH 2002 [2 jafntefli]
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira