Engin formleg yfirlýsing borist frá Rússum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Hingað til hefur Ísland verið undanþegið viðskiptaþvingunum Rússa. Fréttablaðið/AFP Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt. Alþingi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt.
Alþingi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira