Menning

Bjöllukór spilar í einu virtasta tónleikahúsi heims

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur á fimmtudaginn í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna og spilar meðal annars í einu virtasta tónleikahúsi heims. Kórinn var stofnaður fyrir þremur árum síðan og er eini starfandi bjöllukór landsins. Stífar æfingar hafa verið undanfarnar vikur enda stendur mikið til.

Kórinn heldur til Bandaríkjanna á fimmtudaginn og tekur þátt í einu stærsta bjöllumóti heims en þátttakendur verða um 700 talsins. Kórnum hefur einnig verið boðið að taka þátt í tónleikum í einu virtasta tónleikahúsi heims, Carnegie Hall, en tónleikarnir eru haldnir á vegum Yale University.

„Og það er svo erfitt að segja nei við svona boði,” segir Karen J. Sturlaugsson, stjórnandi kórsins.

Nánar er rætt við Karen í klippunni hér að ofan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×