Uppfært: Bam nennti ekki að kæra og málið úr höndum lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 10:15 Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37