Fótbolti

Strákarnir okkar í munntóbakinu fyrir leik

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Viðar Örn Kjartansson, Jón Daði Böðvarsson og neftóbaksdósin.
Viðar Örn Kjartansson, Jón Daði Böðvarsson og neftóbaksdósin. mynd/ksí
Íslenska fótboltalandsliðið er nú á leið til Tyrklands þar sem það mun spila sinn lokaleik í undankeppni EM á þriðjudag. Strákarnir eru á toppi A-riðils eftir 2-2 jafntefli við Letta í gær, en þeir tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í byrjun september.

Knattspyrnusamband Íslands mun eflaust leyfa þjóðinni að fylgjast með gangi mála á Facebook-síðu sinni, en sambandið birti í kvöld mynd af Viðari Erni Kjartanssyni og Jóni Daða Böðvarssyni í vélinni á leiðinni út. Þrátt fyrir mikinn áhuga íslensku þjóðarinnar á landsliðsstrákunum vakti neftóbaksdósin á milli þeirra félaga ekki síður athygli fólks.

KSÍ hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda undanfarin ár, og vekur það því jafnan athygli ef liðsmenn sjást með tóbak í hönd – eða vör, líkt og þjálfararnir Lars Lagerback, Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson gerðu fyrir um tveimur árum.

Uppfært kl. 19:30

KSÍ hefur fjarlægt færsluna með umræddi mynd.

Uppfært kl. 23.55

María Ósk Skúladóttir, sambýliskona Jóns Daða, vill koma því á framfæri að Jón Daði hefur aldrei neytt tóbaks.

Baggið var ekki mikið að bögga landsliðsþjálfarann Lars Lagerback í þessu viðtali, sem tekið var árið 2013.




Tengdar fréttir

Baggið að bögga Lagerbäck í Bern

Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×