Innlent

Hlemmur lokar frá og með 1. janúar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hlemmur hefur lengi verið miðpunktur almenningssamganga í Reykjavík.
Hlemmur hefur lengi verið miðpunktur almenningssamganga í Reykjavík. Vísir/Anton
Hlemmur mun loka 1. janúar næstkomandi þegar framkvæmdir hefjast. Frá og með 1. nóvember og til áramóta mun Hlemmur einnig loka fyrr en verið hefur um virka daga og helgar.

Í tilkynningu frá Strætó segir að þann 1. janúar 2016 muni Hlemmur loka alfarið þegar framkvæmdir af hálfu Reykjavíkurborgar hefjast. Núverandi starfsemi mun þá leggjast af og þjónusta sem þar hefur verið veitt mun færast annað. Farmiðasala færist yfir til 10-11 á Laugavegi 116.

Afgreiðsla strætókorta mun færast til afgreiðslu Strætó í Mjódd auk þess sem áfram verður hægt að fá þau send í pósti. Upplýsingaþjónustan færist yfir í þjónustuver Strætó auk þess sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir Strætó á vefsíðu Strætó eða í Strætó-appinu.

Frá og með 1. nóvember verða gerðar breytingar á afgreiðslutíma á Hlemmi. Alla virka daga mun Hlemmur loka kl. 19.00 og um helgar mun Hlemmur loka kl. 16.00.


Tengdar fréttir

Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi

Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.

Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára

Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur.

Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi

Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×