Dómur Hæstaréttar Sigurður Einarsson skrifar 18. febrúar 2015 06:30 Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég verð samt að trúa því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli. Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig? Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir? Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani-málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ, telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða. Sönnunarbyrði. Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „…hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn…“. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég verð samt að trúa því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli. Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig? Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir? Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani-málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ, telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða. Sönnunarbyrði. Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „…hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn…“. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar