Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 15:14 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar þeir kynntu leiðréttinguna. vísir/gva Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“ Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“
Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39
Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30
Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00