Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 15:14 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar þeir kynntu leiðréttinguna. vísir/gva Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“ Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“
Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39
Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30
Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“