Sagði alla vita að Sigmundur Davíð væri hetja sem léti hvorki kúga sig né hóta sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 12:29 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, vildi vita hverju kröfuhafar hefðu hótað forsætisráðherra. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“ Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“
Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51