Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 10:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu á Alþingi í morgun eftir fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira