Jafnrétti er viðskiptatækifæri Birna Bragadóttir og Sunna Valgerðardóttir skrifar 29. júní 2015 07:00 Stundum er augljóst hverju jafnréttisbarátta á að skila. Það er augljóst af hverju það á að segja frá kynferðisofbeldi. Af hverju konur eiga að fá jafnhá laun og karlar fyrir sömu vinnu. Og það er augljóst af hverju sömu tækifærin eigi að gilda um bæði kynin. Það er jafnrétti. Það er nauðsynlegt að minna sig á, til að missa ekki sjónar á tilganginum.Sóun á hæfileikum Hvers vegna þarf að fjölga kvenkyns stjórnendum? Hvers vegna þarf að jafna kynjahlutföllin í atvinnugreinunum? Þetta eru eðlilegar spurningar. Það er hægt að færa rök fyrir því að hlutirnir hafi gengið ágætlega hingað til. Fiskur kemur úr sjónum þó að hann sé bara veiddur af körlum. Börnin koma í heiminn og rölta fín út af leikskólunum þó að þau hafi nær alfarið verið í höndum kvenna. Rafmagnið kemur í húsin þó að lagnirnar séu lagðar af körlum. Ferðamenn fá þjónustu um borð þó að fáir séu flugþjónarnir. Og fyrirtækin skila hagnaði þó að í framkvæmdastjórnum sitji oftast karlar. Til hvers að breyta þessu? Vegna þess að skortur á aðgangi að hæfu fólki er vandamál í mörgum atvinnugreinum og staðalmyndir og kynskiptur vinnumarkaður eykur þann vanda um helming. Ungt fólk þarf að sjá þá möguleika sem standa til boða og velja nám og starf út frá áhuga og styrkleikum en ekki kyni.Blandað er betra Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið markvisst að því að auka jafnrétti á vinnustaðnum. Kynbundnum launamun hefur verið eytt, hlutfall kvenkyns stjórnenda er komið í 42% og markvisst átak var sett af stað til að fjölga stelpum í iðnnámi. Starfræktar eru jafnréttisnefndir innan allra dótturfyrirtækja OR. Einungis 12% grunnskólanema fara í starfsnám og þar af eru stelpur lítið brot. Atvinnulífið þarf að ávarpa þann vanda sem blasir við og breyta ímynd atvinnugreinanna til að auka áhuga beggja kynja. Jafnrétti næst ekki nema þeir sem ráða taki af skarið. Þeir þurfa að forgangsraða og framkvæma. Blandaðir vinnustaðir eru betri og skemmtilegri. Kynferðisleg áreitni og einelti er mun minna og umræðan heiðarlegri. Góðir vinnustaðir laða til sín hæft fólk og hæft fólk skilar mestum árangri. Það er viðskiptatækifæri í jafnréttinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er augljóst hverju jafnréttisbarátta á að skila. Það er augljóst af hverju það á að segja frá kynferðisofbeldi. Af hverju konur eiga að fá jafnhá laun og karlar fyrir sömu vinnu. Og það er augljóst af hverju sömu tækifærin eigi að gilda um bæði kynin. Það er jafnrétti. Það er nauðsynlegt að minna sig á, til að missa ekki sjónar á tilganginum.Sóun á hæfileikum Hvers vegna þarf að fjölga kvenkyns stjórnendum? Hvers vegna þarf að jafna kynjahlutföllin í atvinnugreinunum? Þetta eru eðlilegar spurningar. Það er hægt að færa rök fyrir því að hlutirnir hafi gengið ágætlega hingað til. Fiskur kemur úr sjónum þó að hann sé bara veiddur af körlum. Börnin koma í heiminn og rölta fín út af leikskólunum þó að þau hafi nær alfarið verið í höndum kvenna. Rafmagnið kemur í húsin þó að lagnirnar séu lagðar af körlum. Ferðamenn fá þjónustu um borð þó að fáir séu flugþjónarnir. Og fyrirtækin skila hagnaði þó að í framkvæmdastjórnum sitji oftast karlar. Til hvers að breyta þessu? Vegna þess að skortur á aðgangi að hæfu fólki er vandamál í mörgum atvinnugreinum og staðalmyndir og kynskiptur vinnumarkaður eykur þann vanda um helming. Ungt fólk þarf að sjá þá möguleika sem standa til boða og velja nám og starf út frá áhuga og styrkleikum en ekki kyni.Blandað er betra Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið markvisst að því að auka jafnrétti á vinnustaðnum. Kynbundnum launamun hefur verið eytt, hlutfall kvenkyns stjórnenda er komið í 42% og markvisst átak var sett af stað til að fjölga stelpum í iðnnámi. Starfræktar eru jafnréttisnefndir innan allra dótturfyrirtækja OR. Einungis 12% grunnskólanema fara í starfsnám og þar af eru stelpur lítið brot. Atvinnulífið þarf að ávarpa þann vanda sem blasir við og breyta ímynd atvinnugreinanna til að auka áhuga beggja kynja. Jafnrétti næst ekki nema þeir sem ráða taki af skarið. Þeir þurfa að forgangsraða og framkvæma. Blandaðir vinnustaðir eru betri og skemmtilegri. Kynferðisleg áreitni og einelti er mun minna og umræðan heiðarlegri. Góðir vinnustaðir laða til sín hæft fólk og hæft fólk skilar mestum árangri. Það er viðskiptatækifæri í jafnréttinu.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun