Guðni líkir Pírötum við Veðurstofuna og Ragnar Reykás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2015 11:14 Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu "að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur "hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. vísir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Pírata vera eins og Veðurstofuna í þeirri flóru flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi. Guðni segir óánægða kjósendur safnast þar saman „til að gá til veðurs í pólitíkinni,“ eins og hann orðar það í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Leiða má líkum að því að tilefnið sé gríðarlega mikil fylgisaukning Pírata seinustu mánuði en ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 36 prósenta fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra síðan rétt eftir hrun haustið 2008, er nú 21,6 prósent, og fylgi Framsóknarflokksins er 12 prósent.Telur Pírata bara tala um veðrið og atburði líðandi stundar Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu „að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur „hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. Þá fara þeir að berjast innbyrðis og takast á um punkta og kommur.“ Að mati Guðna finnst flestum snjallast hjá Pírötum að vera eins og Veðurstofan eða Jón og Gunna og tala bara um veðrið og atburði líðandi stundar. Guðni segir jafnframt í grein sinni að enginn viti hverjir Píratar eru eða hvert þeir eru að fara enda séu þeir „galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórnmálamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefnilega á einu augnabragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vitleysuna sem er svo einlægt og yndislegt.“„Hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni“ Guðni gerir jafnframt að umtalsefni að Píratar vilji nota næsta kjörtímabil til að semja sig inn í ESB en Guðni segir að engum detti það í hug vegna þeirrar óvissu og vandræða innan sambandsins. Þá nái tal Pírata um að það sé skemmtilegra að vera í tjörunni en á Alþingi eyrum almennings og þyki flott. „Og þegar flokkshestarnir í hefðbundnum stjórnmálaflokkum með þvælda stefnuskrá fara í fýlu er svo auðvelt í gleði sinni eða reiði að segjast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Í dag eru þeir öðruvísi flokkur, stefnulausir mælast hátt, hvað svo?“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni skrifa Guðna og vitnar í Bob Dylan: "You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Í tilefni skrifa Guðna Ágústssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Píratar séu Veðurstofan ætla ég að vitna í Bob Dylan:"You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, 3 September 2015 Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34 Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Pírata vera eins og Veðurstofuna í þeirri flóru flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi. Guðni segir óánægða kjósendur safnast þar saman „til að gá til veðurs í pólitíkinni,“ eins og hann orðar það í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Leiða má líkum að því að tilefnið sé gríðarlega mikil fylgisaukning Pírata seinustu mánuði en ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 36 prósenta fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra síðan rétt eftir hrun haustið 2008, er nú 21,6 prósent, og fylgi Framsóknarflokksins er 12 prósent.Telur Pírata bara tala um veðrið og atburði líðandi stundar Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu „að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur „hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. Þá fara þeir að berjast innbyrðis og takast á um punkta og kommur.“ Að mati Guðna finnst flestum snjallast hjá Pírötum að vera eins og Veðurstofan eða Jón og Gunna og tala bara um veðrið og atburði líðandi stundar. Guðni segir jafnframt í grein sinni að enginn viti hverjir Píratar eru eða hvert þeir eru að fara enda séu þeir „galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórnmálamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefnilega á einu augnabragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vitleysuna sem er svo einlægt og yndislegt.“„Hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni“ Guðni gerir jafnframt að umtalsefni að Píratar vilji nota næsta kjörtímabil til að semja sig inn í ESB en Guðni segir að engum detti það í hug vegna þeirrar óvissu og vandræða innan sambandsins. Þá nái tal Pírata um að það sé skemmtilegra að vera í tjörunni en á Alþingi eyrum almennings og þyki flott. „Og þegar flokkshestarnir í hefðbundnum stjórnmálaflokkum með þvælda stefnuskrá fara í fýlu er svo auðvelt í gleði sinni eða reiði að segjast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Í dag eru þeir öðruvísi flokkur, stefnulausir mælast hátt, hvað svo?“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni skrifa Guðna og vitnar í Bob Dylan: "You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Í tilefni skrifa Guðna Ágústssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Píratar séu Veðurstofan ætla ég að vitna í Bob Dylan:"You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, 3 September 2015
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34 Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34
Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00
Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10
Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45