Jordan Spieth bjartsýnn á gott gengi á BMW meistaramótinu 16. september 2015 16:15 Spieth ætlar sér stóra hluti um helgina. Getty Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum í síðustu tveimur mótum á PGA-mótaröðinni og að hafa fallið úr efsta sæti heimslistans er Jordan Spieth bjartsýnn fyrir komandi átök á BMW meistaramótinu. Mótið er það þriðja í röðinni af fjórum í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar og aðeins 70 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt í mótinu, en á næstu tveimur vikum munu þessir kylfingar skipta með sér sjö milljörðum króna í verðlaunafé og því er óhætt að segja að pressan á hverju höggi sé mikil. Leikið er á Conway Farms vellinum í Illinois en Spieth sagði við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær að hann væri ekkert að stressa sig yfir slæmu gengi á undanförnum vikum. „Sumir eiga tvo slæma daga í röð í vinnunni og ég er engin undantekning. Mér líður samt vel núna og ég ætla mér að gera betur um helgina, ég er allavega fullur sjálfstrausts.“ Spieth leikur með Jason Day og Rickie Fowler í holli fyrstu tvo hringina en bein útsending frá mótinu hefst á morgun á Golfstöðinni klukkan 19:00. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum í síðustu tveimur mótum á PGA-mótaröðinni og að hafa fallið úr efsta sæti heimslistans er Jordan Spieth bjartsýnn fyrir komandi átök á BMW meistaramótinu. Mótið er það þriðja í röðinni af fjórum í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar og aðeins 70 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt í mótinu, en á næstu tveimur vikum munu þessir kylfingar skipta með sér sjö milljörðum króna í verðlaunafé og því er óhætt að segja að pressan á hverju höggi sé mikil. Leikið er á Conway Farms vellinum í Illinois en Spieth sagði við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær að hann væri ekkert að stressa sig yfir slæmu gengi á undanförnum vikum. „Sumir eiga tvo slæma daga í röð í vinnunni og ég er engin undantekning. Mér líður samt vel núna og ég ætla mér að gera betur um helgina, ég er allavega fullur sjálfstrausts.“ Spieth leikur með Jason Day og Rickie Fowler í holli fyrstu tvo hringina en bein útsending frá mótinu hefst á morgun á Golfstöðinni klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira