Sumir fengu næði en aðrir ekki skjóðan skrifar 16. september 2015 10:30 Byko sneri rúmlega 150 milljóna tapi á árinu 2013 í ríflega 130 milljóna hagnað á síðasta ári. Móðurfélag Byko, Norvik, hagnaðist um 8,2 milljarða á síðasta ári og munaði þar mest um sölu eigna en Norvik seldi á árinu Kaupás, sem rekur verslanir Krónunnar og Nóatúns, auk þess sem Elko, Bakkinn vöruhótel og vélaverkstæðið Egill voru seld. Við þessa sölu lækkuðu skuldir Norvikur og eigið fé jókst úr 6,2 milljörðum í 14,2 milljarða. Vert er að hrósa stjórnendum Norvikur fyrir vel unnið verk. Eftir hrunið 2008 stóð Norvik höllum fæti eins og mörg önnur íslensk eignarhaldsfélög. Það er gleðilegt að eigendum Norvikur skuli hafa gefist næði til að vinna úr eignum félagsins og selja þær við hagstæð skilyrði fremur en að þurfa að selja þær á eins konar brunaútsölu við verstu möguleg skilyrði í sjálfu hruninu eða beint í kjölfar þess. Norvik hefur háð harða baráttu og stendur nú sterkt eftir, tæpum sjö árum eftir hrun. Eiginfjárstaðan er sterk, fjárfestingargetan mikil, og íslenska hagkerfið mun án efa njóta góðs af því á komandi árum og misserum. Það er hverju hagkerfi dýrmætt að eiga öfluga fjárfesta sem leggja eigin fjármuni í uppbyggingu atvinnulífs. Norvik fékk næði til að vinna úr sínum eignum en því miður er ekki hægt að segja sömu sögu af mörgum öðrum íslenskum eignarhaldsfélögum sem svipað var ástatt um eftir fall bankanna. Bankar hirtu Icelandair af fyrri eigendum skömmu eftir hrun og var félaginu í framhaldinu komið í hendur lífeyrissjóða. Síðan hefur Icelandair malað gull fyrir nýja eigendur. Ekkert fyrirtæki hefur hækkað jafn mikið í kauphöllinni frá hruni og sú spurning vaknar hví lánardrottnar félagsins gáfu ekki fyrri eigendum næði til að vinna úr eigninni frekar en að leysa hana til sín einmitt þegar verðmæti hennar var í lágmarki? Arion banki leysti til sín Haga og harðneitaði að gefa fyrri eigendum næði til að endurfjármagna félagið og vinna úr eignum þess. Í þeim efnum virtist bankinn láta undan þrýstingi frá fyrrum virtasta fjölmiðli landsins, sem hamaðist gegn fyrri eigendum Haga. Hagar eru gott fyrirtæki og með þeim arðbærustu í kauphöllinni. Nú eiga lífeyrissjóðir félagið. Dæmin eru fleiri en því miður hafa eftirmál hrunsins í bankakerfinu einkennst af því að sumum er gefið næði til að vinna úr sínum eignum en öðrum ekki. Eignir þeirra eru leystar til bankanna sem framselja þær til lífeyrissjóða. Þessar eignir eru fé án hirðis. Hagkerfið og atvinnulífið gjalda fyrir það þegar fram líða stundir. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Byko sneri rúmlega 150 milljóna tapi á árinu 2013 í ríflega 130 milljóna hagnað á síðasta ári. Móðurfélag Byko, Norvik, hagnaðist um 8,2 milljarða á síðasta ári og munaði þar mest um sölu eigna en Norvik seldi á árinu Kaupás, sem rekur verslanir Krónunnar og Nóatúns, auk þess sem Elko, Bakkinn vöruhótel og vélaverkstæðið Egill voru seld. Við þessa sölu lækkuðu skuldir Norvikur og eigið fé jókst úr 6,2 milljörðum í 14,2 milljarða. Vert er að hrósa stjórnendum Norvikur fyrir vel unnið verk. Eftir hrunið 2008 stóð Norvik höllum fæti eins og mörg önnur íslensk eignarhaldsfélög. Það er gleðilegt að eigendum Norvikur skuli hafa gefist næði til að vinna úr eignum félagsins og selja þær við hagstæð skilyrði fremur en að þurfa að selja þær á eins konar brunaútsölu við verstu möguleg skilyrði í sjálfu hruninu eða beint í kjölfar þess. Norvik hefur háð harða baráttu og stendur nú sterkt eftir, tæpum sjö árum eftir hrun. Eiginfjárstaðan er sterk, fjárfestingargetan mikil, og íslenska hagkerfið mun án efa njóta góðs af því á komandi árum og misserum. Það er hverju hagkerfi dýrmætt að eiga öfluga fjárfesta sem leggja eigin fjármuni í uppbyggingu atvinnulífs. Norvik fékk næði til að vinna úr sínum eignum en því miður er ekki hægt að segja sömu sögu af mörgum öðrum íslenskum eignarhaldsfélögum sem svipað var ástatt um eftir fall bankanna. Bankar hirtu Icelandair af fyrri eigendum skömmu eftir hrun og var félaginu í framhaldinu komið í hendur lífeyrissjóða. Síðan hefur Icelandair malað gull fyrir nýja eigendur. Ekkert fyrirtæki hefur hækkað jafn mikið í kauphöllinni frá hruni og sú spurning vaknar hví lánardrottnar félagsins gáfu ekki fyrri eigendum næði til að vinna úr eigninni frekar en að leysa hana til sín einmitt þegar verðmæti hennar var í lágmarki? Arion banki leysti til sín Haga og harðneitaði að gefa fyrri eigendum næði til að endurfjármagna félagið og vinna úr eignum þess. Í þeim efnum virtist bankinn láta undan þrýstingi frá fyrrum virtasta fjölmiðli landsins, sem hamaðist gegn fyrri eigendum Haga. Hagar eru gott fyrirtæki og með þeim arðbærustu í kauphöllinni. Nú eiga lífeyrissjóðir félagið. Dæmin eru fleiri en því miður hafa eftirmál hrunsins í bankakerfinu einkennst af því að sumum er gefið næði til að vinna úr sínum eignum en öðrum ekki. Eignir þeirra eru leystar til bankanna sem framselja þær til lífeyrissjóða. Þessar eignir eru fé án hirðis. Hagkerfið og atvinnulífið gjalda fyrir það þegar fram líða stundir.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira