Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Árni Kjartansson öryggisvörður á Hlemmi harmar framkomu við starfsfólk á torginu. vísir/stefán Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær. Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær.
Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00