Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Árni Kjartansson öryggisvörður á Hlemmi harmar framkomu við starfsfólk á torginu. vísir/stefán Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær. Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær.
Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00