Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Árni Kjartansson öryggisvörður á Hlemmi harmar framkomu við starfsfólk á torginu. vísir/stefán Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær. Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær.
Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00