Stórslysi verður að afstýra!
Mótbárur ráðherrans um að einungis sé verið að koma á stöðugleika í greininni og auðvelt sé að afnema sex ára regluna er haldlaust hjal og til blekkinga fallið. Með sex ára reglunni er tryggt að ekki dugar eitt kjörtímabil til að breyta heldur þarf ríkisstjórnarmeirihluti að sitja samfellt í sex ár til að breyta þessum sex ára afnotarétti stórútgerðarinnar á sameign þjóðarinnar. Í allri Íslandssögunni hefur það tvisvar gerst að ríkisstjórnir hafa setið meira en eitt kjörtímabil samfellt.
Jafnvel þó að næstu ríkisstjórn tækist að sitja í sex ár er ljóst að sú verður þrautin þyngri að afnema nýtingarrétt sem einu sinni er kominn á. Rétt eins og í núverandi kvótakerfi munu aflaheimildir og kvótahlutdeild verða seldar milli aðila og rekið verður upp ramakvein um eignaupptöku ætli menn að hrófla við kerfinu.
Fyrir utan hinn einstæða gjafagjörning frá þjóðinni til nokkurra stórútgerða er ekkert tillit tekið til þess í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að stórútgerðin er alls ekki eini aðilinn sem hefur fjárfest vegna makrílveiða og skapað nýjar þjóðartekjur. Megnið af makrílafla stórútgerðarinnar fer til bræðslu. Sjálfstæðir fiskverkendur hafa hætt miklu til með kaupum og vinnslu á makríl til manneldis og verið leiðandi í því að hámarka verðmætasköpun af þessum nýja flökkustofni við Íslandsstrendur. Þá má ekki gleyma minni kvótasettum skipum og strandveiðimönnum, en þeirra veiðar eru lykill að framboði á makríl á fiskmörkuðum. Minni kvótasett skip ættu að fá stærri hluta heildarkvótans og gefa ætti makrílveiðar strandveiðimanna frjálsar þar sem þær ná aldrei því magni að ógna stofninum.
Þjónkun við hagsmuni
Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra sýnir í hnotskurn þjónkun hans og ríkisstjórnarinnar allrar við hagsmuni og kröfur stórútgerðarinnar í landinu. Makrílfrumvarpið er svo ekkert annað en generalprufa fyrir stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ráðherra tókst ekki að leggja fram á þessu þingi. Þar ætla menn að gefa nýtingarréttinn með fimmtán ára uppsagnarfresti þannig að til að afturkalla þann rétt þarf ríkisstjórn að sitja samfellt í fimmtán ár. Sá gjafagjörningur yrði aldrei afturkallaður. Þær tvær ríkisstjórnir sem lengst hafa setið hér á landi náðu hvorug meira en tólf árum.
Vissulega er mikilvægt að stöðugu umhverfi verði komið á til frambúðar í íslenskum sjávarútvegi. Sá stöðugleiki má hins vegar ekki felast í því að sameiginlegar þjóðarauðlindir verði afhentar örfáum fyrirtækjum á óafturkræfan hátt. Stöðugleiki verður best tryggður með því að stjórnvöld tryggi eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi – umhverfi sem aftur tryggir hámörkun verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið í heild en skarar ekki eld að köku örfárra útvalinna. Umhverfi sem tryggir nýliðun í íslenskum sjávarútvegi.
Eina leiðin til að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af nýtingu þjóðarauðlinda er að nota markaðslausnir til að verðleggja þann nýtingarrétt. Það þýðir að þeir sem geta skapað mest verðmæti úr auðlindinni geta borgað hæst verð fyrir aðgang að henni. Besta leiðin er að tiltekið hlutfall heildarkvóta renni á hverju ári aftur til ríkisins sem leigir þann kvóta aftur til hæstbjóðenda. Þessi regla ætti að gilda um allan fisk, bæði bolfisk og uppsjávarstofna. Svo þarf að tryggja að tiltekið lágmarkshlutfall afla sé selt í gegnum íslenska fiskmarkaði.
Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gengur í þveröfuga átt. Lögfesting þess myndi treysta í sessi þá sovésku virðiskeðju, sem er ríkjandi í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáum stórum útgerðarfyrirtækjum eru tryggð fullkomin yfirráð yfir fiskinum allt úr hafi í maga erlendra neytenda – gegn vægu gjaldi eða engu. Þessu til viðbótar er kvótafyrirtækjunum tryggt samkeppnisforskot gagnvart sjálfstæðum fiskverkendum þar sem þeir fá að verðleggja afla til eigin fiskvinnslu langt undir markaðsverði. Þar með geta þau undirboðið sjálfstæða fiskverkendur á erlendum mörkuðum og hafa gert það.
Við það verður ekki unað að þessi stærsti gjafagjörningur Íslandssögunnar verði keyrður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar! Þessu stórslysi er enn hægt að afstýra!
Skoðun
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar
Með vægi í samræmi við það
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku
Bergsveinn Ólafsson skrifar
Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi?
Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks
Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda
Ólafur William Hand skrifar
Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar?
Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar
Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing
Ólafur Ágúst Hraundal skrifar