Stórslysi verður að afstýra! Ólafur Arnarson skrifar 8. maí 2015 07:00 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta, sem einungis er hægt að segja upp með sex ára fyrirvara, er lævís tilraun til varanlegs framsals á verðmætri sameign íslensku þjóðarinnar til örfárra, handvalinna útgerðarfyrirtækja. Samþykki Alþingi þetta frumvarp mun sá gjörningur flokkast undir stórslys enda felur þetta frumvarp í sér stærsta gjafagjörning Íslandssögunnar til þessa. Mótbárur ráðherrans um að einungis sé verið að koma á stöðugleika í greininni og auðvelt sé að afnema sex ára regluna er haldlaust hjal og til blekkinga fallið. Með sex ára reglunni er tryggt að ekki dugar eitt kjörtímabil til að breyta heldur þarf ríkisstjórnarmeirihluti að sitja samfellt í sex ár til að breyta þessum sex ára afnotarétti stórútgerðarinnar á sameign þjóðarinnar. Í allri Íslandssögunni hefur það tvisvar gerst að ríkisstjórnir hafa setið meira en eitt kjörtímabil samfellt. Jafnvel þó að næstu ríkisstjórn tækist að sitja í sex ár er ljóst að sú verður þrautin þyngri að afnema nýtingarrétt sem einu sinni er kominn á. Rétt eins og í núverandi kvótakerfi munu aflaheimildir og kvótahlutdeild verða seldar milli aðila og rekið verður upp ramakvein um eignaupptöku ætli menn að hrófla við kerfinu. Fyrir utan hinn einstæða gjafagjörning frá þjóðinni til nokkurra stórútgerða er ekkert tillit tekið til þess í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að stórútgerðin er alls ekki eini aðilinn sem hefur fjárfest vegna makrílveiða og skapað nýjar þjóðartekjur. Megnið af makrílafla stórútgerðarinnar fer til bræðslu. Sjálfstæðir fiskverkendur hafa hætt miklu til með kaupum og vinnslu á makríl til manneldis og verið leiðandi í því að hámarka verðmætasköpun af þessum nýja flökkustofni við Íslandsstrendur. Þá má ekki gleyma minni kvótasettum skipum og strandveiðimönnum, en þeirra veiðar eru lykill að framboði á makríl á fiskmörkuðum. Minni kvótasett skip ættu að fá stærri hluta heildarkvótans og gefa ætti makrílveiðar strandveiðimanna frjálsar þar sem þær ná aldrei því magni að ógna stofninum.Þjónkun við hagsmuni Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra sýnir í hnotskurn þjónkun hans og ríkisstjórnarinnar allrar við hagsmuni og kröfur stórútgerðarinnar í landinu. Makrílfrumvarpið er svo ekkert annað en generalprufa fyrir stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ráðherra tókst ekki að leggja fram á þessu þingi. Þar ætla menn að gefa nýtingarréttinn með fimmtán ára uppsagnarfresti þannig að til að afturkalla þann rétt þarf ríkisstjórn að sitja samfellt í fimmtán ár. Sá gjafagjörningur yrði aldrei afturkallaður. Þær tvær ríkisstjórnir sem lengst hafa setið hér á landi náðu hvorug meira en tólf árum. Vissulega er mikilvægt að stöðugu umhverfi verði komið á til frambúðar í íslenskum sjávarútvegi. Sá stöðugleiki má hins vegar ekki felast í því að sameiginlegar þjóðarauðlindir verði afhentar örfáum fyrirtækjum á óafturkræfan hátt. Stöðugleiki verður best tryggður með því að stjórnvöld tryggi eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi – umhverfi sem aftur tryggir hámörkun verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið í heild en skarar ekki eld að köku örfárra útvalinna. Umhverfi sem tryggir nýliðun í íslenskum sjávarútvegi. Eina leiðin til að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af nýtingu þjóðarauðlinda er að nota markaðslausnir til að verðleggja þann nýtingarrétt. Það þýðir að þeir sem geta skapað mest verðmæti úr auðlindinni geta borgað hæst verð fyrir aðgang að henni. Besta leiðin er að tiltekið hlutfall heildarkvóta renni á hverju ári aftur til ríkisins sem leigir þann kvóta aftur til hæstbjóðenda. Þessi regla ætti að gilda um allan fisk, bæði bolfisk og uppsjávarstofna. Svo þarf að tryggja að tiltekið lágmarkshlutfall afla sé selt í gegnum íslenska fiskmarkaði. Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gengur í þveröfuga átt. Lögfesting þess myndi treysta í sessi þá sovésku virðiskeðju, sem er ríkjandi í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáum stórum útgerðarfyrirtækjum eru tryggð fullkomin yfirráð yfir fiskinum allt úr hafi í maga erlendra neytenda – gegn vægu gjaldi eða engu. Þessu til viðbótar er kvótafyrirtækjunum tryggt samkeppnisforskot gagnvart sjálfstæðum fiskverkendum þar sem þeir fá að verðleggja afla til eigin fiskvinnslu langt undir markaðsverði. Þar með geta þau undirboðið sjálfstæða fiskverkendur á erlendum mörkuðum og hafa gert það. Við það verður ekki unað að þessi stærsti gjafagjörningur Íslandssögunnar verði keyrður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar! Þessu stórslysi er enn hægt að afstýra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Arnarson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta, sem einungis er hægt að segja upp með sex ára fyrirvara, er lævís tilraun til varanlegs framsals á verðmætri sameign íslensku þjóðarinnar til örfárra, handvalinna útgerðarfyrirtækja. Samþykki Alþingi þetta frumvarp mun sá gjörningur flokkast undir stórslys enda felur þetta frumvarp í sér stærsta gjafagjörning Íslandssögunnar til þessa. Mótbárur ráðherrans um að einungis sé verið að koma á stöðugleika í greininni og auðvelt sé að afnema sex ára regluna er haldlaust hjal og til blekkinga fallið. Með sex ára reglunni er tryggt að ekki dugar eitt kjörtímabil til að breyta heldur þarf ríkisstjórnarmeirihluti að sitja samfellt í sex ár til að breyta þessum sex ára afnotarétti stórútgerðarinnar á sameign þjóðarinnar. Í allri Íslandssögunni hefur það tvisvar gerst að ríkisstjórnir hafa setið meira en eitt kjörtímabil samfellt. Jafnvel þó að næstu ríkisstjórn tækist að sitja í sex ár er ljóst að sú verður þrautin þyngri að afnema nýtingarrétt sem einu sinni er kominn á. Rétt eins og í núverandi kvótakerfi munu aflaheimildir og kvótahlutdeild verða seldar milli aðila og rekið verður upp ramakvein um eignaupptöku ætli menn að hrófla við kerfinu. Fyrir utan hinn einstæða gjafagjörning frá þjóðinni til nokkurra stórútgerða er ekkert tillit tekið til þess í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að stórútgerðin er alls ekki eini aðilinn sem hefur fjárfest vegna makrílveiða og skapað nýjar þjóðartekjur. Megnið af makrílafla stórútgerðarinnar fer til bræðslu. Sjálfstæðir fiskverkendur hafa hætt miklu til með kaupum og vinnslu á makríl til manneldis og verið leiðandi í því að hámarka verðmætasköpun af þessum nýja flökkustofni við Íslandsstrendur. Þá má ekki gleyma minni kvótasettum skipum og strandveiðimönnum, en þeirra veiðar eru lykill að framboði á makríl á fiskmörkuðum. Minni kvótasett skip ættu að fá stærri hluta heildarkvótans og gefa ætti makrílveiðar strandveiðimanna frjálsar þar sem þær ná aldrei því magni að ógna stofninum.Þjónkun við hagsmuni Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra sýnir í hnotskurn þjónkun hans og ríkisstjórnarinnar allrar við hagsmuni og kröfur stórútgerðarinnar í landinu. Makrílfrumvarpið er svo ekkert annað en generalprufa fyrir stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ráðherra tókst ekki að leggja fram á þessu þingi. Þar ætla menn að gefa nýtingarréttinn með fimmtán ára uppsagnarfresti þannig að til að afturkalla þann rétt þarf ríkisstjórn að sitja samfellt í fimmtán ár. Sá gjafagjörningur yrði aldrei afturkallaður. Þær tvær ríkisstjórnir sem lengst hafa setið hér á landi náðu hvorug meira en tólf árum. Vissulega er mikilvægt að stöðugu umhverfi verði komið á til frambúðar í íslenskum sjávarútvegi. Sá stöðugleiki má hins vegar ekki felast í því að sameiginlegar þjóðarauðlindir verði afhentar örfáum fyrirtækjum á óafturkræfan hátt. Stöðugleiki verður best tryggður með því að stjórnvöld tryggi eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi – umhverfi sem aftur tryggir hámörkun verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið í heild en skarar ekki eld að köku örfárra útvalinna. Umhverfi sem tryggir nýliðun í íslenskum sjávarútvegi. Eina leiðin til að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af nýtingu þjóðarauðlinda er að nota markaðslausnir til að verðleggja þann nýtingarrétt. Það þýðir að þeir sem geta skapað mest verðmæti úr auðlindinni geta borgað hæst verð fyrir aðgang að henni. Besta leiðin er að tiltekið hlutfall heildarkvóta renni á hverju ári aftur til ríkisins sem leigir þann kvóta aftur til hæstbjóðenda. Þessi regla ætti að gilda um allan fisk, bæði bolfisk og uppsjávarstofna. Svo þarf að tryggja að tiltekið lágmarkshlutfall afla sé selt í gegnum íslenska fiskmarkaði. Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gengur í þveröfuga átt. Lögfesting þess myndi treysta í sessi þá sovésku virðiskeðju, sem er ríkjandi í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáum stórum útgerðarfyrirtækjum eru tryggð fullkomin yfirráð yfir fiskinum allt úr hafi í maga erlendra neytenda – gegn vægu gjaldi eða engu. Þessu til viðbótar er kvótafyrirtækjunum tryggt samkeppnisforskot gagnvart sjálfstæðum fiskverkendum þar sem þeir fá að verðleggja afla til eigin fiskvinnslu langt undir markaðsverði. Þar með geta þau undirboðið sjálfstæða fiskverkendur á erlendum mörkuðum og hafa gert það. Við það verður ekki unað að þessi stærsti gjafagjörningur Íslandssögunnar verði keyrður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar! Þessu stórslysi er enn hægt að afstýra!
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun