Fyrirhuguð hækkun örorkubóta undir væntingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:58 "Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði," segir Halldór Sævar. vísir/arnþór Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund. Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund.
Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52