Fyrirhuguð hækkun örorkubóta undir væntingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:58 "Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði," segir Halldór Sævar. vísir/arnþór Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund. Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Halldór Sævar Guðbjartsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fyrirhugaðar hækkanir örorkubóta talsvert undir þeim væntingum sem vonast hafi verið eftir. Óásættanlegt sé að lífeyrir fylgi ekki almennri launaþróun í landinu. „Nú hækkuðu lágmarkslaun í almennum kjarasamningum 1.maí um 31 þúsund krónur en okkur sýnist að þessi hækkun sem fjármálaráðherra boðar sé um 17-20 þúsund krónur, hjá þeim sem eru með strípaðar bætur, en þær eru á bilinu 172 þúsund til 192 þúsund. Hækkunin er því talsvert undir væntingum,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Því verði bæturnar aldrei jafn háar og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Hækkunin komi inn of seint „Þessi hækkun kemur líka seint. Það eru fordæmi fyrir því að bætur almannatrygginga hafi hækkað eða lækkað á miðju ári en þarna er verið að tala um að öryrkjar þurfi að bíða í átta mánuði, eða til áramóta, þegar þessi hækkun á að koma inn. Eins og við sjáum er verðlag á mat og öðru að hækka og fólk nær ekki endum saman. Það er veruleiki sem við sjáum dags daglega,“ bætir hann við. Því sé farið fram á að lífeyrir verði sambærilegur lágmarkslaunum í landinu.„Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum,“ segir Haukur.vísir/gvaHaukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, bindur einnig vonir við að ellilífeyrir muni fylgja lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði 300 þúsund krónur á árið 2018. Hann telur líklegt að það muni nást og hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum. „Krafa Landssambands eldri borgara er sú að lífeyrir aldraðra hækki hliðstætt og lægstu laun fylgi nýgerðum kjarasamningum. Ef þessi hugmynd fjármálaráðherra um hækkunina um áramót gæti hún orðið eitt af þrepunum á þeirri leið, en við viljum auðvitað sjá hvernig leiðin er farin í þrepum upp að 300 þúsundum árið 2018,“ segir Haukur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði hækkunina í gær en hún nemur 8,9 prósentum. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis í september, en verði frumvarpið samþykkt hækkar lágmarkslífeyrir eldri borgara um tuttugu þúsund krónur, úr 225 þúsund krónum í 245 þúsund krónur árið 2016. Ellilífeyrisþegar hér á landi eru um 32 þúsund talsins, og örorkulífeyrisþegar um 18 þúsund.
Tengdar fréttir Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum Þingmaður Samfylkingar óttast þó að ráðherrann sé að "bulla“. 6. júlí 2015 13:52