Fótbolti

Sjaldséð tap hjá Rosenborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmar og félagar eru með góða forystu á toppi norsku deildarinnar.
Hólmar og félagar eru með góða forystu á toppi norsku deildarinnar. vísir/getty
Rosenborg tapaði aðeins sínum þriðja deildarleik á tímabilinu þegar liðið sótti Molde heim í norsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-0, Rosenborg í vil.

Þrátt fyrir tapið er Rosenborg með átta stiga forskot á Stabæk á toppi deildarinnar þegar sex umferðunum er ólokið.

Ola Kamara skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu en þetta var hans 12. deildarmark í sumar.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikinn fyrir Rosenborg í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×