Lífið

Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jimmy Kimmel lét manninn heldur betur heyra það.
Jimmy Kimmel lét manninn heldur betur heyra það.
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum.

Dráp bandaríska tannlæknisins Walter James Palmer á ljóninu Cecil hefur vakið mikla athygli en hann er nú eftirlýstur af yfirvöldum í Zimbabwe. Búið er að handtaka leiðsögumann hans og landeiganda sem aðstoðaði við veiðina á Cecil.

Sjá einnig:Drápið sem gerði allt vitlaust

Kimmel var allt annað en sáttur við framferði mannsins og rakti sögu hans nokkuð vel. Undir lok ræðunnar táraðist hann og tók atvikið greinilega mikið á.

Eftir að málið vakti fyrst athygli hafa notendur á samfélagsmiðlum látið til sín taka. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×