Erlent

Þungar loftárásir Tyrkja

Tyrkneski herinn hefur sett aukinn kraft í loftárásir sínar.
Tyrkneski herinn hefur sett aukinn kraft í loftárásir sínar. Vísir/Getty
Tyrkneski herinn hóf sínar mestu loftárásir á vígamenn Kúrda í norður-Írak í nótt frá því að loftárásir hófust í síðustu viku. Hófust árásarnir aðeins örfáum tímum eftir að Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að friðarferli Tyrkja og Kúrda væri ekki lengur mögulegt.

Árásirnar voru gerðar á skýli, birgðageymslur og hella sem tilheyra Verkamannaflokki Kúrda (PKK). Að sögn háttsetts embættismanns innan tyrkneska stjórnkerfisins voru þetta stærstu loftárásarnir til þessa.

Írak fordæmdi loftárásarnir og sagði þær vera „hættulega þróun og árás á fullveldi Íraks“ en að Írakar væru staðráðnir í því að koma í veg fyrir að árásir á tyrkneskt landsvæði yrðu gerðar frá landsvæði innan landamæra Írak.

Tyrkland hóf samtímis árásir á búðir Kúrda í Írak og búðir ISIS-liða í Sýrlandi sl. föstudag. Forsætisráðherra Tyrkland kallar árásirnar „samhæfða baráttu gegn hryðjuverkum.“

Að vera þáttakandi í bardögum á tveimur víglínum í einu er áhættusamt fyrir Tyrkland en hætta er á hefndaraðgerðum af hálfu ISIS og Kúrda. Þýskaland varaði við því í dag að árásir á neðanjarðarlestir og strætókerfi Istanbúl væru mögulegar.

Tyrkland hefur veitt Bandaríkjunum og bandamönnum aðgang að herstöðum sínum í baráttu þeirra gegn ISIS og er þar með komið í framvarðarsveit þeirra sem berjast gegn ISIS eftir áralanga tregðu. Atlantshafsbandalagið veitti Tyrklandi fullan stuðning sinn á neyðarfundi á þriðjudaginn.

Árásir Tyrkja á búðir Kúrda hafa þó verið mun umfangsmeiri en árásir þeirra á búðir ISIS. Það hefur vakið upp efasemdir um að það sem vaki fyrir Tyrkjum sé í raun og veru að koma í veg fyrir að Kúrdar styrki stöðu sína. Tyrknesk yfirvöld neita því alfarið.

Tyrkir hafa tekið það skýrt fram að aðgerðir þeirra gegn ISIS í Sýrlandi muni ekki fela sér í aðstoð við Kúrda í Sýrlandi sem berjast einnig við ISIS.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×