Gerum allt til að halda þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. september 2015 07:00 Erla Ásgeirsdóttir hefur lagt skíðin á hilluna, allavega í bili. vísir/getty „Það er svona sitt af hverju sem olli því að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Erla Ásgeirsdóttir, nú fyrrverandi landsliðskona í alpagreinum, í viðtali við Fréttablaðið. Þessi 21 árs gamla skíðakona var ekki í landsliðshópnum fyrir komandi vetur sem kynntur var af Skíðasambandinu í gær. Í hópnum eru hinar þrjár gríðarlega efnilegu María Guðmundsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir auk Sturlu Snæs Snorrasonar úr SKRR. Auk Erlu er enginn Einar Kristinn Kristgeirsson sem einnig ákvað að gefa ekki kost á sér vegna náms. „Síðasti vetur var erfiður og ég náði engum sérstökum árangri sem voru vonbrigði,“ segir Erla sem komst upphaflega ekki á Ólympíuleikana í Sotsjí 2014 en datt inn þegar María Guðmundsdóttir meiddist í aðdraganda leikanna. „Stelpurnar fóru síðan allar hver í sína áttina og því gat skíðasambandið ekki boðið upp á jafn flott verkefni og undanfarin ár. Mér fannst þetta ekki nógu spennandi og vildi þá frekar nýta árið í eitthvað annað og prófa eitthvað nýtt. Svo sjáum við bara til hvað gerist í framtíðinni,“ segir Erla sem hóf nám við HR í haust og lærir þar heilbrigðisverkfræði.Verður mikil tilbreyting Þar sem Freydís, María og Helga María verða allar í skíðaskólum í Bandaríkjunum og Noregi var ekki mikið að hafa upp úr því að vera í landsliðinu fyrir Erlu. Skíðasambandið ákvað einnig að ráða ekki annan landsliðsþjálfara eftir að Fjalar Úlfarsson sagði starfi sínu lausu eftir síðasta tímabili. „Við leituðum að öðrum þjálfara eftir að Fjalar hætti en þegar við sáum í hvað stefndi með hópinn biðum við með að ráða mann,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, við Fréttablaðið. Annar þjálfari hefði haft lítið að gera með stelpurnar allar í skólum erlendis. „Krakkarnir sem eru að koma upp eru mjög efnilegir en þau eru svo ung,“ segir Erla. „Það skiptir máli að æfa með mjög góðu skíðafólki. Það verður að vera samkeppni og félagsskapur. Það er ekkert spennandi að vera bara ein.“ Erla er ekki alveg búin að leggja skíðin á hilluna, en hún ætlar að reyna að taka þátt í mótum hér heima eins og hún getur með skólanum. „Ég hef síðustu sex ár lagt mikið í þetta og ég mun sakna þess mjög mikið þó þetta hafi verið erfitt. Það verður erfitt að horfa upp á krakkana vera á fullu í þessu,“ segir Erla.Áhyggjuefni Á rétt rúmu ári eru fjórir landsliðsmenn búnir að leggja skíðin á hilluna eða gefa ekki kost á sér í landsliðið vegna ýmissa ástæðna. Þetta eru Ólympíufararnir Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson, María Guðmundsdóttir og nú Erla. María ákvað þó að byrja aftur og verður í landsliðshópnum í vetur. „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu. Þetta er ekki góð þróun. En við erum í svipuðu umhverfi og annað íþróttafólk. Það er kostnaðarsamt að vera afreksmaður í íþróttum og fólk vill líka reyna að stunda nám sem er erfitt með þessu,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambandsins. „Það er lítið sem við getum gert til að breyta þessu á stuttum tíma en við erum með langtímamarkmið að efla hreyfinguna og styrkja grunninn. Það er samt erfitt fyrir okkur að bregðast snöggt við einfaldlega vegna aðstæðna,“ segir Jón, sem vonast til að fleiri fari leið Maríu og hætti við að hætta. „Það er ekki á hverjum degi sem við sjáum fólk koma til baka eins og Maríu en vonandi sjáum við þau sem flest aftur. Að sjálfsögðu gerum við svo allt til að halda þessum krökkum sem við erum með núna. Stelpurnar okkar eru ungar en reynslumiklar og stóðu sig frábærlega síðasta vetur. Framtíðin er mjög björt hjá þeim,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson. Aðrar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
„Það er svona sitt af hverju sem olli því að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Erla Ásgeirsdóttir, nú fyrrverandi landsliðskona í alpagreinum, í viðtali við Fréttablaðið. Þessi 21 árs gamla skíðakona var ekki í landsliðshópnum fyrir komandi vetur sem kynntur var af Skíðasambandinu í gær. Í hópnum eru hinar þrjár gríðarlega efnilegu María Guðmundsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir auk Sturlu Snæs Snorrasonar úr SKRR. Auk Erlu er enginn Einar Kristinn Kristgeirsson sem einnig ákvað að gefa ekki kost á sér vegna náms. „Síðasti vetur var erfiður og ég náði engum sérstökum árangri sem voru vonbrigði,“ segir Erla sem komst upphaflega ekki á Ólympíuleikana í Sotsjí 2014 en datt inn þegar María Guðmundsdóttir meiddist í aðdraganda leikanna. „Stelpurnar fóru síðan allar hver í sína áttina og því gat skíðasambandið ekki boðið upp á jafn flott verkefni og undanfarin ár. Mér fannst þetta ekki nógu spennandi og vildi þá frekar nýta árið í eitthvað annað og prófa eitthvað nýtt. Svo sjáum við bara til hvað gerist í framtíðinni,“ segir Erla sem hóf nám við HR í haust og lærir þar heilbrigðisverkfræði.Verður mikil tilbreyting Þar sem Freydís, María og Helga María verða allar í skíðaskólum í Bandaríkjunum og Noregi var ekki mikið að hafa upp úr því að vera í landsliðinu fyrir Erlu. Skíðasambandið ákvað einnig að ráða ekki annan landsliðsþjálfara eftir að Fjalar Úlfarsson sagði starfi sínu lausu eftir síðasta tímabili. „Við leituðum að öðrum þjálfara eftir að Fjalar hætti en þegar við sáum í hvað stefndi með hópinn biðum við með að ráða mann,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, við Fréttablaðið. Annar þjálfari hefði haft lítið að gera með stelpurnar allar í skólum erlendis. „Krakkarnir sem eru að koma upp eru mjög efnilegir en þau eru svo ung,“ segir Erla. „Það skiptir máli að æfa með mjög góðu skíðafólki. Það verður að vera samkeppni og félagsskapur. Það er ekkert spennandi að vera bara ein.“ Erla er ekki alveg búin að leggja skíðin á hilluna, en hún ætlar að reyna að taka þátt í mótum hér heima eins og hún getur með skólanum. „Ég hef síðustu sex ár lagt mikið í þetta og ég mun sakna þess mjög mikið þó þetta hafi verið erfitt. Það verður erfitt að horfa upp á krakkana vera á fullu í þessu,“ segir Erla.Áhyggjuefni Á rétt rúmu ári eru fjórir landsliðsmenn búnir að leggja skíðin á hilluna eða gefa ekki kost á sér í landsliðið vegna ýmissa ástæðna. Þetta eru Ólympíufararnir Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson, María Guðmundsdóttir og nú Erla. María ákvað þó að byrja aftur og verður í landsliðshópnum í vetur. „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu. Þetta er ekki góð þróun. En við erum í svipuðu umhverfi og annað íþróttafólk. Það er kostnaðarsamt að vera afreksmaður í íþróttum og fólk vill líka reyna að stunda nám sem er erfitt með þessu,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambandsins. „Það er lítið sem við getum gert til að breyta þessu á stuttum tíma en við erum með langtímamarkmið að efla hreyfinguna og styrkja grunninn. Það er samt erfitt fyrir okkur að bregðast snöggt við einfaldlega vegna aðstæðna,“ segir Jón, sem vonast til að fleiri fari leið Maríu og hætti við að hætta. „Það er ekki á hverjum degi sem við sjáum fólk koma til baka eins og Maríu en vonandi sjáum við þau sem flest aftur. Að sjálfsögðu gerum við svo allt til að halda þessum krökkum sem við erum með núna. Stelpurnar okkar eru ungar en reynslumiklar og stóðu sig frábærlega síðasta vetur. Framtíðin er mjög björt hjá þeim,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira