Páll Óskar komst ekki í Eurovision: „Olli mér gífurlegum vonbrigðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30