Rússneskar orrustuþotur hafa gert loftárásir á sýrlensku borgina Palmyra sem vígasveitir ISIS hafa ráðið yfir síðustu mánuði.
Sýrlenskir fjölmiðlar greina frá því að tuttugu farartæki og þrjár vopnageymslur hafi eyðilagst í árásinni í Palmyra. Þá á Rússlandsher einnig að hafa gert árásir á skotmörk nærri borgunum Al-Bab og Deit Hafer í Aleppohéraði, austur af flugvelli sem ISIS-liðar ráða yfir.
Þetta eru fyrstu árásir Rússa á Palmyru, en liðsmenn ISIS náðu borginni á sitt vald í maí síðastliðinn og hafa eyðilagt fornminjar með því að sprengja þær í sundur, nú síðast tvö þúsund ára gamlan sigurboga.
Vesturveldin hafa sakað Rússa um að hafa gert loftárásir liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi og þrýst á þá að einblína á vígasveitir ISIS.

