Ætlar að mynda hvert einasta hús Sigvalda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 20:00 Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira