Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2015 19:00 Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. Sú leið sé utan flóðahættu og hana megi skjótast á vélsleðum á tveimur klukkustundum úr Mývatnssveit. Eldgosið í Holuhrauni er sérstakt að því leyti að almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðeins vísinda- og fjölmiðlamönnum hefur verið leyft að fara á svæðið. Eldgos er auðvitað hættulegt en um leið heillandi fyrirbæri sem marga langar að sjá og vísindamennirnir sem fóru að eldstöðinni um þarsíðustu helgi athöfnuðu sig við hraunjaðarinn án gasgríma og virtust ekki upplifa sig í bráðri hættu. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem jafnframt er hótelhaldari í Mývatnsveit, hvetur nú til þess að skoðað verði hvort slaka megi á banninu en tekur jafnframt fram að hann vilji að öryggi verði sett umfram allt annað.Víðtækt ferðabann hefur verið í gildi á stórum hluta hálendis Íslands frá því um miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar má telja bannsvæði almannavarna eitt víðtækasta ferðabann sem sett hefur verið á hérlendis en stór hluti hálendisins hefur verið bannsvæði undanfarna fimm mánuði. Aðeins ein leið, frá Möðrudal, hefur verið opin inn á svæðið fyrir vísinda- og fjölmiðlamenn, auk lögreglu. Oddviti Mývetninga vill að skoðað verði hvort opna megi leið fyrir almenning, vestan Öskju, frá Mývatni og að útsýnisstað sunnan við svokallan Kattbeking, sem er tíu kílómetra frá gígnum. Hann fór í haust þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar en hún liggur um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.Yngvi Ragnar segist finna fyrir gríðarlegum áhuga hjá fólki að komast á svæðið á vélsleðum og breyttum jeppum og í greinargerð um málið birtir hann myndir af útsýnisstöðum sem eru utan hættusvæðis vegna hugsanlegs hamfaraflóðs. Hann vill að skoðað verði hvort þessa leið megi opna, bæði sem viðbótar flóttaleið en einnig til takmarkaðra nota fyrir ferðaþjónustu fyrst um sinn, en hvetur jafnframt til að hún verði lagfærð og gerð greiðfærari vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.Leiðin liggur vestan Sellandafjalls, um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal. Oddvitinn hvetur til þess að hún verði lagfærð vegna framtíðarumferðar inn á svæðið. Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. Sú leið sé utan flóðahættu og hana megi skjótast á vélsleðum á tveimur klukkustundum úr Mývatnssveit. Eldgosið í Holuhrauni er sérstakt að því leyti að almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðeins vísinda- og fjölmiðlamönnum hefur verið leyft að fara á svæðið. Eldgos er auðvitað hættulegt en um leið heillandi fyrirbæri sem marga langar að sjá og vísindamennirnir sem fóru að eldstöðinni um þarsíðustu helgi athöfnuðu sig við hraunjaðarinn án gasgríma og virtust ekki upplifa sig í bráðri hættu. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem jafnframt er hótelhaldari í Mývatnsveit, hvetur nú til þess að skoðað verði hvort slaka megi á banninu en tekur jafnframt fram að hann vilji að öryggi verði sett umfram allt annað.Víðtækt ferðabann hefur verið í gildi á stórum hluta hálendis Íslands frá því um miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar má telja bannsvæði almannavarna eitt víðtækasta ferðabann sem sett hefur verið á hérlendis en stór hluti hálendisins hefur verið bannsvæði undanfarna fimm mánuði. Aðeins ein leið, frá Möðrudal, hefur verið opin inn á svæðið fyrir vísinda- og fjölmiðlamenn, auk lögreglu. Oddviti Mývetninga vill að skoðað verði hvort opna megi leið fyrir almenning, vestan Öskju, frá Mývatni og að útsýnisstað sunnan við svokallan Kattbeking, sem er tíu kílómetra frá gígnum. Hann fór í haust þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar en hún liggur um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.Yngvi Ragnar segist finna fyrir gríðarlegum áhuga hjá fólki að komast á svæðið á vélsleðum og breyttum jeppum og í greinargerð um málið birtir hann myndir af útsýnisstöðum sem eru utan hættusvæðis vegna hugsanlegs hamfaraflóðs. Hann vill að skoðað verði hvort þessa leið megi opna, bæði sem viðbótar flóttaleið en einnig til takmarkaðra nota fyrir ferðaþjónustu fyrst um sinn, en hvetur jafnframt til að hún verði lagfærð og gerð greiðfærari vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.Leiðin liggur vestan Sellandafjalls, um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal. Oddvitinn hvetur til þess að hún verði lagfærð vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.
Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45