Mark Kára kom með skalla eftir horn á 85. mínútu leiksins en Millwall-liðið komst yfir á 20. mínútu og var yfir í hálfleik.
Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Kára og félaga enda náði liðið með honum sex stiga forskoti á Millwall sem situr nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar.
Stuðningsmenn Millwall eru ekki þeir prúðustu í enska boltanum og þeir misstu sig alveg eftir markið hjá Kára. Þeir heimtuðu að knattspyrnustjórinn Ian Holloway yrði rekinn og reyndu síðan að komast yfir á svæði stuðningsmanna heimaliðsins en leikurinn fór fram á New York Stadium, heimavelli Rotherham United.
Lögreglan reyndi að stöðva framgang Millwall-stuðningsmannanna sem reyndu einnig að skjóta skeytum í átt að stuðningsmönnum Rotherham sem voru í skýjunum með þetta mikilvæga sigurmark hjá Kára.
Það er hægt að sjá myndband af þessu óeirðum á heimasíðu Mirror en hér fyrir neðan er einnig myndband sem stuðningsmaður Rotherham United tók af því sem gerðist í stúkunni á New York Stadium.