Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 20:30 Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins. Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins.
Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52