Stærstu flugeldarnir of stórir og hættulegir almenningi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 19:52 Herða á reglur um flugelda hér á landi en í innanríkisráðuneytinu er unnið að breytingum sem fela í sér að ekki verður hægt að flytja inn jafn kraftmikla flugelda og áður. Töluverð umræða hefur verið eftir áramótin um flugelda og slys tengd þeim. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá þriggja ára stúlku sem slasaðist eftir eftir að hafa fengið flugeld í andlitið á gamlárskvöld þegar flugeldaterta féll á hliðina. Móðir stúlkunnar kallaði eftir því að lög og reglur um flugelda verði endurskoðaðar. Þá sprakk flugeldaterta með miklum látum í miðbæ Reykjavíkur um áramótin. Karlmaður skarst í andliti auk þess sem tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. Flugeldatertan var nokkuð stór eða um 25 kíló. Í helgarblaði Fréttablaðsins er haft eftir Herdísi Storgaard, verkefnastjóra slysavarna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, að stærstu flugeldarnir sem seldir séu til almennings hér á landi séu of stórir og hættulegir almenningi. Sú reglugerð sem í gildi sé um flugelda sé úr sér gengin. Þannig eru reglur Evrópusambandsins mun harðari þegar kemur að flugeldum en þær reglur sem gilda hér. Fréttastofa óskaði eftir svari frá innanríkisráðuneytinu um það hvort til standi að breyta reglum um flugelda á Íslandi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það sé í vinnslu. Til standi að leggja fram breytingar og taka upp reglur Evrópusambandsins um skotelda. Það feli í sér að reglur um skotelda verði hertar á Íslandi og þar með dregið úr krafti þeirra flugelda sem leyfðir verða. Tengdar fréttir Nokkuð um að kveikt sé í flugeldum innandyra Lögregla brýnir fyrir fólki að fara varlega með flugelda. 4. janúar 2015 08:59 Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00 Mögnuð flugeldamyndbönd: Reykvíkingar fóru mikinn Landsmenn tóku á móti nýju áru á miðnætti í gær og rétt eins og á árunum áður fóru þó nokkrir flugeldar á loft. 1. janúar 2015 16:42 Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Herða á reglur um flugelda hér á landi en í innanríkisráðuneytinu er unnið að breytingum sem fela í sér að ekki verður hægt að flytja inn jafn kraftmikla flugelda og áður. Töluverð umræða hefur verið eftir áramótin um flugelda og slys tengd þeim. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá þriggja ára stúlku sem slasaðist eftir eftir að hafa fengið flugeld í andlitið á gamlárskvöld þegar flugeldaterta féll á hliðina. Móðir stúlkunnar kallaði eftir því að lög og reglur um flugelda verði endurskoðaðar. Þá sprakk flugeldaterta með miklum látum í miðbæ Reykjavíkur um áramótin. Karlmaður skarst í andliti auk þess sem tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. Flugeldatertan var nokkuð stór eða um 25 kíló. Í helgarblaði Fréttablaðsins er haft eftir Herdísi Storgaard, verkefnastjóra slysavarna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, að stærstu flugeldarnir sem seldir séu til almennings hér á landi séu of stórir og hættulegir almenningi. Sú reglugerð sem í gildi sé um flugelda sé úr sér gengin. Þannig eru reglur Evrópusambandsins mun harðari þegar kemur að flugeldum en þær reglur sem gilda hér. Fréttastofa óskaði eftir svari frá innanríkisráðuneytinu um það hvort til standi að breyta reglum um flugelda á Íslandi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það sé í vinnslu. Til standi að leggja fram breytingar og taka upp reglur Evrópusambandsins um skotelda. Það feli í sér að reglur um skotelda verði hertar á Íslandi og þar með dregið úr krafti þeirra flugelda sem leyfðir verða.
Tengdar fréttir Nokkuð um að kveikt sé í flugeldum innandyra Lögregla brýnir fyrir fólki að fara varlega með flugelda. 4. janúar 2015 08:59 Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00 Mögnuð flugeldamyndbönd: Reykvíkingar fóru mikinn Landsmenn tóku á móti nýju áru á miðnætti í gær og rétt eins og á árunum áður fóru þó nokkrir flugeldar á loft. 1. janúar 2015 16:42 Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nokkuð um að kveikt sé í flugeldum innandyra Lögregla brýnir fyrir fólki að fara varlega með flugelda. 4. janúar 2015 08:59
Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00
Mögnuð flugeldamyndbönd: Reykvíkingar fóru mikinn Landsmenn tóku á móti nýju áru á miðnætti í gær og rétt eins og á árunum áður fóru þó nokkrir flugeldar á loft. 1. janúar 2015 16:42
Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00