Ólafur Karl Finsen spilar að öllu óbreyttu áfram með Stjörnunni næsta sumar.
Hann skoðaði aðstæður hjá norska félaginu Haugesund á dögunum en félagið ætlar ekki að bjóða honum samning.
Þetta eru afar góð tíðindi fyrir Íslandsmeistarana enda var Ólafur í lykilhlutverki hjá þeim síðasta sumar og endaði sem þriðji markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Hann skoraði líka markið sem tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í úrslitaleiknum í Kaplakrika.

