Björn Bergmann skoraði í sigri FCK í bikaúrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2015 16:34 Björn Bergmann skoraði fyrir FCK í bikarúrslitum. vísir/getty Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason urðu í dag danskir bikarmeistarar í fótbolta með FC Kaupmannahöfn þegar liðið lagði Eggert Gunnþór Jónsson og félaga hans í Vestsjælland, 3-2, í framlengdum bikarúrslitaleik. Allir Íslendingarnir voru í byrjunarliðinu í dag og komust Vestsjælland Víkingarnir óvænt yfir eftir 30 mínútna leik með marki Apostolos Vellios, 1-0. FCK sótti án afláts en náði ekki jafna metin fyrir hálfleik. Það gerði liðið aftur á móti á fyrstu sekúndum seinni hálfleiksins þegar Per Nilson jafnaði metin, 1-1. Björn Bergmann var áræðinn fyrir framan mark Vestsjælland og kom FCK yfir, 2-1, með glæsilegu marki á 54. mínútu. Hann fékk sendingu frá Daniel Amartey og vippaði snyrtilega yfir markvörðinn. Eggert Gunnþór fór af velli hjá Vestsjælland á 80. mínútu og fjórum mínútum síðar leysti Færeyingurinn Brandur Olsen íslenska landsliðsmanninn Rúrik Gíslason af hólmi hjá FCK. Hann átti eftir að koma við sögu í leiknum. Vestsjælland gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin þegar átta mínútur voru eftir, 2-2, en mark Dennis Sörensen kom leiknum í framlengingu. Eina markið í framlengingunni skoraði hinn 19 ára gamli Færeyingur, Brandur Olsen, á 102. mínútu, en hann hefur aldrei byrjað leik fyrir FC Kaupmannahöfn. Fyrir bikaúrslitaleikinn í dag hafði hann spilað samtals 32 mínútur í tveimur leikjum í deildinni, tíu mínútur í tveimur leikjum í bikarnum og eina mínútu í Evrópudeildinni. Bikarinn var í raun eini möguleiki FCK á titli þar sem liðið er níu stigum á eftir toppliði Midtjylland í deildinni. Munurinn er þó mikill á FCK og Vestsjælland í deildinni, en Eggert Gunnþór og félagar eru í næstneðsta sæti, 30 stigum á eftir FCK. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason urðu í dag danskir bikarmeistarar í fótbolta með FC Kaupmannahöfn þegar liðið lagði Eggert Gunnþór Jónsson og félaga hans í Vestsjælland, 3-2, í framlengdum bikarúrslitaleik. Allir Íslendingarnir voru í byrjunarliðinu í dag og komust Vestsjælland Víkingarnir óvænt yfir eftir 30 mínútna leik með marki Apostolos Vellios, 1-0. FCK sótti án afláts en náði ekki jafna metin fyrir hálfleik. Það gerði liðið aftur á móti á fyrstu sekúndum seinni hálfleiksins þegar Per Nilson jafnaði metin, 1-1. Björn Bergmann var áræðinn fyrir framan mark Vestsjælland og kom FCK yfir, 2-1, með glæsilegu marki á 54. mínútu. Hann fékk sendingu frá Daniel Amartey og vippaði snyrtilega yfir markvörðinn. Eggert Gunnþór fór af velli hjá Vestsjælland á 80. mínútu og fjórum mínútum síðar leysti Færeyingurinn Brandur Olsen íslenska landsliðsmanninn Rúrik Gíslason af hólmi hjá FCK. Hann átti eftir að koma við sögu í leiknum. Vestsjælland gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin þegar átta mínútur voru eftir, 2-2, en mark Dennis Sörensen kom leiknum í framlengingu. Eina markið í framlengingunni skoraði hinn 19 ára gamli Færeyingur, Brandur Olsen, á 102. mínútu, en hann hefur aldrei byrjað leik fyrir FC Kaupmannahöfn. Fyrir bikaúrslitaleikinn í dag hafði hann spilað samtals 32 mínútur í tveimur leikjum í deildinni, tíu mínútur í tveimur leikjum í bikarnum og eina mínútu í Evrópudeildinni. Bikarinn var í raun eini möguleiki FCK á titli þar sem liðið er níu stigum á eftir toppliði Midtjylland í deildinni. Munurinn er þó mikill á FCK og Vestsjælland í deildinni, en Eggert Gunnþór og félagar eru í næstneðsta sæti, 30 stigum á eftir FCK.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira