Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Arnar Björnsson skrifar 30. janúar 2015 18:45 Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56
Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24