Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Vålerenga.
Þetta kemur fram á fótbolti.net, en Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, segir að hann muni gangast undir læknisskoðun á miðvikudaginn í næstu viku.
Elías Már verður tvítugur í ár, en hann skoraði sex mörk fyrir Keflavík í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og var eftir hana kjörinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins.
Hann spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir A-landslið Íslands þegar það mætti Kanada í tveimur vináttulandsleikjum á dögunum.
Vålerenga seldi Viðar Örn Kjartansson til Kína í síðustu viku en fær nú til liðsins annan ungan Íslendinga.
Elías Már til Vålerenga
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
