Ricciardo fljótastur á öðrum degi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. febrúar 2015 21:00 Ricciardo á Red Bull bílnum í felulitunum, finnur þú bílinn? Vísir/Getty Daniel Ricciardo á Red Bull var maður dagsins á öðrum æfingadegi í Barselóna. Æfingar standa þar yfir fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Ricciardo var bæði fljótastur og ók manna lengst hann ók 143 hringi um Katalóníubrautina. Tími hans var 1:24,574, aðeins 0,01 sekúndu á eftir honum var Kimi Raikkonen á Ferrari. Miklar framfarir eru greinilegar á milli ára. Best má sjá það á því að ráspólstími Lewis Hamilton í spænska kappakstrinum í fyrra, sem fram fór á Katalóníubrautinni var 1:25,232. Besti tími Hamilton í dag var 1:24,923, líklega á mjög þungum bíl, fullum af eldsneyti og jafnvel ekki á fullu afli. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg óku báðir í dag. Rosberg átti að aka samkvæmt áætlun en þorði ekki að aka meira vegna hálsmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Hamilton tók því við, en hann gat ekið mjög takmarkað í gær vegna hitavellu. McLaren liðið átti sinn besta dag á æfingum ársins til þessa í dag. Fernando Alonso varð sjöundi og ók 59 hringi, reyndar minnst allra en það er þó alls ekki slæmt. Línurnar eru aðeins farnar að skýrast um hvernig liðin koma undan vetri. Hingað til virðist ljóst að Ferrari hefur náð hvað mestum framförum, að frátöldu Lotus liðinu. Lotus ók eiginlega ekkert fyrir tímabilið í fyrra en átti svo besta tíma dagsins í gær og átti ágætis dag í dag. Munurinn á sex hröðustu bílunum í dag var innan við sekúnda. Það má því búast við að framundan gæti verið spennandi tímabil. Formúla Tengdar fréttir Bannað að breyta útliti hjálmanna FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. 18. febrúar 2015 22:30 Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45 Maldonado fljótastur á viðburðaríkri æfingu Pastor Maldonado á Lotus setti besta tímann á fyrsta degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Dagurinn var gríðarlega viðburðaríkur. 19. febrúar 2015 23:45 Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00 Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30 Dennis: Hönnunarstefnan skapar vandamálin Vandamálin sem hrjá McLaren bílinn má rekja til hönnunarstefnu Peter Prodromou samkvæmt liðsstjóra McLaren, Ron Dennis. 16. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo á Red Bull var maður dagsins á öðrum æfingadegi í Barselóna. Æfingar standa þar yfir fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Ricciardo var bæði fljótastur og ók manna lengst hann ók 143 hringi um Katalóníubrautina. Tími hans var 1:24,574, aðeins 0,01 sekúndu á eftir honum var Kimi Raikkonen á Ferrari. Miklar framfarir eru greinilegar á milli ára. Best má sjá það á því að ráspólstími Lewis Hamilton í spænska kappakstrinum í fyrra, sem fram fór á Katalóníubrautinni var 1:25,232. Besti tími Hamilton í dag var 1:24,923, líklega á mjög þungum bíl, fullum af eldsneyti og jafnvel ekki á fullu afli. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg óku báðir í dag. Rosberg átti að aka samkvæmt áætlun en þorði ekki að aka meira vegna hálsmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Hamilton tók því við, en hann gat ekið mjög takmarkað í gær vegna hitavellu. McLaren liðið átti sinn besta dag á æfingum ársins til þessa í dag. Fernando Alonso varð sjöundi og ók 59 hringi, reyndar minnst allra en það er þó alls ekki slæmt. Línurnar eru aðeins farnar að skýrast um hvernig liðin koma undan vetri. Hingað til virðist ljóst að Ferrari hefur náð hvað mestum framförum, að frátöldu Lotus liðinu. Lotus ók eiginlega ekkert fyrir tímabilið í fyrra en átti svo besta tíma dagsins í gær og átti ágætis dag í dag. Munurinn á sex hröðustu bílunum í dag var innan við sekúnda. Það má því búast við að framundan gæti verið spennandi tímabil.
Formúla Tengdar fréttir Bannað að breyta útliti hjálmanna FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. 18. febrúar 2015 22:30 Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45 Maldonado fljótastur á viðburðaríkri æfingu Pastor Maldonado á Lotus setti besta tímann á fyrsta degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Dagurinn var gríðarlega viðburðaríkur. 19. febrúar 2015 23:45 Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00 Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30 Dennis: Hönnunarstefnan skapar vandamálin Vandamálin sem hrjá McLaren bílinn má rekja til hönnunarstefnu Peter Prodromou samkvæmt liðsstjóra McLaren, Ron Dennis. 16. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bannað að breyta útliti hjálmanna FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. 18. febrúar 2015 22:30
Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45
Maldonado fljótastur á viðburðaríkri æfingu Pastor Maldonado á Lotus setti besta tímann á fyrsta degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Dagurinn var gríðarlega viðburðaríkur. 19. febrúar 2015 23:45
Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00
Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30
Dennis: Hönnunarstefnan skapar vandamálin Vandamálin sem hrjá McLaren bílinn má rekja til hönnunarstefnu Peter Prodromou samkvæmt liðsstjóra McLaren, Ron Dennis. 16. febrúar 2015 22:30