Innlent

Aftur brotist inn hjá Götusmiðjunni: Miklar skemmdir á húsnæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mummi telur að það muni kosta um 300.000 að laga skemmdirnar á húsnæði Götusmiðjunnar.
Mummi telur að það muni kosta um 300.000 að laga skemmdirnar á húsnæði Götusmiðjunnar. Vísir/Vilhelm
Reynt var að brjótast inn í Götusmiðjuna í nótt en brotist var þar inn í fyrrinótt og glænýju sjónvarpi stolið.

„Þjófurinn reyndi að brjótast hér inn um glugga. Hann var spenntur upp og brotinn en þjófurinn náði ekki að komast inn. Það var mjög dapurt að koma hérna í morgun og sjá að þetta hefði verið reynt aftur. Við munum í kjölfarið vakta staðinn,“ segir Mummi í samtali við Vísi.

Mummi segir að það muni kosta um 300.000 krónur að laga þær skemmdir sem orðið hafa á húsnæði Götusmiðjunnar en búið er að brjóta rúður og hurðir.

Sjá einnig: Glænýju sjónvarpi stolið og vitað hver þjófurinn er

Það þarf meðal annars að endurnýja glugga í Götusmiðjunni vegna innbrotanna.Vísir/Vilhelm
„Það þarf að skipta um glugga og kalla út smiði. Sjónvarpið var gjöf en það er auðvitað líka tjón.“

Hann er búinn að senda út þau skilaboð að ef Götusmiðjan fái sjónvarpið til baka þá muni hann ekki  kæra.

„Ég vil freista þess að ná því fyrst en ég veit að það er komið í umferð. Sá sem stal því er búinn að koma því frá sér. Þessir svokölluðu heiðvirðu borgarar gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þeir eru að kaupa þýfi inni á síðum eins og Bland og Brask og brall. Ég hvet því fólk til að kanna uppruna þeirra hluta sem það er að kaupa á slíkum síðum,“ segir Mummi.


Tengdar fréttir

Götusmiðjan opnar aftur á ný

"Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×