Bryant er með skrautlegri mönnum í NFL-deildinni og dýraverndunarsamtökin voru ekki ánægð er þau sáu hann með apann sem hann hefur skírt Dallas Bryant.
Lögreglan rannsakaði málið eftir kvörtun PETA en fékk þær upplýsingar að apinn væri ekki á heimili Bryant. Þá var málinu einfaldlega lokað af þeirra hálfu.
PETA mun þó líklega ekki sætta sig við þessi einföldu málalok enda vita þeir ekki hvar dýrið er nákvæmlega niðurkomið núna.
Þjálfari Kúrekanna, Jason Garrett, var spurður út í málið. Hann sagðist kannast við að dez ætti apa en sagði hann ekki hafa komið á æfingu.