Erlent

4.500 manns bjargað úr bátum undan strönd Líbíu

Atli Ísleifsson skrifar
Síðustu dagana hafa sífellt fleiri flóttamenn farið landleiðina frá Tyrklandi til Grikklands og Búlgaríu til að sleppa við hættumikla bátsferð yfir til Grikklands.
Síðustu dagana hafa sífellt fleiri flóttamenn farið landleiðina frá Tyrklandi til Grikklands og Búlgaríu til að sleppa við hættumikla bátsferð yfir til Grikklands. Vísir/EPA
Talsmaður ítölsku strandgæslunnar segir að um 4.500 manns hafi alls verið bjargað af ofhlöðnum og illa búnum bátum í tuttugu mismunandi aðgerðum undan ströndum Líbíu í dag.

Í frétt SVT kemur fram að fréttir hafi borist af því að fimm ára sýrlensk stúlka hafi drukknað og þrettán sé enn saknað eftir ferð sína frá Tyrklandi til grísku eyjarinnar Lesbos. Að sögn grísku strandgæslunnar tókst einum að synda í land.

Síðustu dagana hafa sífellt fleiri flóttamenn farið landleiðina frá Tyrklandi til Grikklands og Búlgaríu til að sleppa við hættumikla bátsferð yfir til Grikklands.

Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru nú strandaglópar í Króatíu. Fjölmargir freista þess nú að komast í gegnum landið til að halda leið sinni norður inn í Evrópu, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í Króatíu, Slóveníu og Ungverjalandi til að koma í veg fyrir slíkt.

Lögreglumenn í Slóveníu beittu piparúða gegn hópi flóttamanna í gærkvöld þegar fólkið reyndi að reyndi komast yfir landamærin frá Króatíu.

Yfirvöld í Ungverjalandi saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×